Áfengi er engin venjuleg neysluvara Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 28. júlí 2014 07:00 Frelsi eins getur haft í för með sér ófrelsi annars. Hlutverk stjórnmálamanna er að tryggja almannahag og öryggi borgaranna – bæta samfélagið. Með lýðræðislegum kosningum veitum við þeim forræði í ákveðnum málaflokkum sem snúa að samfélagsmótun og framtíðarsýn. Að mínu mati væri frjáls sala áfengis í matvöruverslunum EKKI framfaraspor fyrir íslenska þjóð. Í mörgum löndum er framleiðsla og sala á áfengi tekjulind fyrir bændur, framleiðendur, auglýsingastofur, rekstraraðila fjölmiðla og fjárfesta. Áfengi er einnig atvinnuskapandi, það aflar gjaldeyristekna vegna útflutnings og ríkissjóður hagnast vegna álagningar áfengisgjalds. Áfengi er því efnahagslega mikilvægt. En ábatinn af sölu og framleiðslu á áfengi er samfélaginu afar dýrkeyptur. Það er einkum þrennt sem leiðir til þess að áfengi veldur svo miklu líkamlegu, andlegu og félagslegu tjóni: 1) eitrun í líkamanum, 2) víma og 3) ánetjun (fíkn). Tengsl milli áfengisvímu og skaða eru þó skýr og greinileg, sérstaklega hvað varðar ofbeldi, umferðarslys eða önnur slys. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mátti á árinu 2000 rekja 4,0 prósent allra dauðsfalla og örorku í heiminum til áfengis („The Global Burden of Disease“). Áfengi reyndist því fimmti skaðlegasti áhættuþátturinn af 26 sem kannaðir voru. Áfengi veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak. Velferðarnefnd Norðurlandaráðs fór í vandaða og umfangsmikla vinnu í þessum málaflokki fyrir ekki löngu þar sem skoðuð voru meðal annars gögn frá vísinda- og rannsóknaraðilum. Tillagan varð opinber stefna Norðurlandaráðs og er þess vænst að norræn ríki fylgi henni. Þar er ótvírætt sýnt fram á að aðgengi skiptir miklu máli hvað varðar neyslu, þar með talið neyslu ungmenna. Einnig er talið að forvarnir skipti því miður minna máli en menn hafa haldið almennt. Það sem er sagt skipta mestu máli er: 1. Álagning/skattar á áfengi. 2. Áfengisverslun ríkisins. 3. Aldurstakmörk. 4. Takmarkað aðgengi, það er takmark á fjölda útsölustaða/opnunartíma. 5. Bann við beinni og óbeinni markaðssetningu. 6. Mörk gagnvart akstri undir áhrifum 0,5 eða 0,2 prómillum og sýnilegt og óvænt/tilfallandi eftirlit. 7. Ráðgjöf í heilsugæslunni og öflugri meðferð þeirra sem eru háðir áfengi. Verum fyrirmynd annarra þjóða með ábyrgri stefnu í áfengismálum! Heimildir:https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10424/Afengi_engin_venjuleg.pdf og tillaga Velferðarnefndar Norðurlandaráðs um norræna lýðheilsustefnu í áfengis- og tóbaksmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Frelsi eins getur haft í för með sér ófrelsi annars. Hlutverk stjórnmálamanna er að tryggja almannahag og öryggi borgaranna – bæta samfélagið. Með lýðræðislegum kosningum veitum við þeim forræði í ákveðnum málaflokkum sem snúa að samfélagsmótun og framtíðarsýn. Að mínu mati væri frjáls sala áfengis í matvöruverslunum EKKI framfaraspor fyrir íslenska þjóð. Í mörgum löndum er framleiðsla og sala á áfengi tekjulind fyrir bændur, framleiðendur, auglýsingastofur, rekstraraðila fjölmiðla og fjárfesta. Áfengi er einnig atvinnuskapandi, það aflar gjaldeyristekna vegna útflutnings og ríkissjóður hagnast vegna álagningar áfengisgjalds. Áfengi er því efnahagslega mikilvægt. En ábatinn af sölu og framleiðslu á áfengi er samfélaginu afar dýrkeyptur. Það er einkum þrennt sem leiðir til þess að áfengi veldur svo miklu líkamlegu, andlegu og félagslegu tjóni: 1) eitrun í líkamanum, 2) víma og 3) ánetjun (fíkn). Tengsl milli áfengisvímu og skaða eru þó skýr og greinileg, sérstaklega hvað varðar ofbeldi, umferðarslys eða önnur slys. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mátti á árinu 2000 rekja 4,0 prósent allra dauðsfalla og örorku í heiminum til áfengis („The Global Burden of Disease“). Áfengi reyndist því fimmti skaðlegasti áhættuþátturinn af 26 sem kannaðir voru. Áfengi veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak. Velferðarnefnd Norðurlandaráðs fór í vandaða og umfangsmikla vinnu í þessum málaflokki fyrir ekki löngu þar sem skoðuð voru meðal annars gögn frá vísinda- og rannsóknaraðilum. Tillagan varð opinber stefna Norðurlandaráðs og er þess vænst að norræn ríki fylgi henni. Þar er ótvírætt sýnt fram á að aðgengi skiptir miklu máli hvað varðar neyslu, þar með talið neyslu ungmenna. Einnig er talið að forvarnir skipti því miður minna máli en menn hafa haldið almennt. Það sem er sagt skipta mestu máli er: 1. Álagning/skattar á áfengi. 2. Áfengisverslun ríkisins. 3. Aldurstakmörk. 4. Takmarkað aðgengi, það er takmark á fjölda útsölustaða/opnunartíma. 5. Bann við beinni og óbeinni markaðssetningu. 6. Mörk gagnvart akstri undir áhrifum 0,5 eða 0,2 prómillum og sýnilegt og óvænt/tilfallandi eftirlit. 7. Ráðgjöf í heilsugæslunni og öflugri meðferð þeirra sem eru háðir áfengi. Verum fyrirmynd annarra þjóða með ábyrgri stefnu í áfengismálum! Heimildir:https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10424/Afengi_engin_venjuleg.pdf og tillaga Velferðarnefndar Norðurlandaráðs um norræna lýðheilsustefnu í áfengis- og tóbaksmálum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun