Við erum allar mjög spenntar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2014 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir er fyrirliði Selfoss vísir/valli Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira