Vísindamenn skoða orsakir skriðunnar í Öskju Bjarki Ármannsson skrifar 24. júlí 2014 07:30 Talið er að 24 milljónir rúmmetra af jarðefnum hafi fallið í vatnið. Mynd/Jara Fatima Brynjólfsdóttir „Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum. Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
„Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum.
Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27
Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56
„Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42