Segir að matvælaeftirlit í Bandaríkjunum sé gott Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Bannað er að flytja inn kjöt af dýrum sem hafa verið sprautuð með vaxtarhormónum. fréttablaðið/stefán. Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira