Hrátt og flippað Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 12:00 vísir/getty Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira