Hrátt og flippað Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 12:00 vísir/getty Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira