Um tíðindi í stjórnmálum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun