Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir 1. júlí 2014 11:00 Allt að 40 störf munu flytjast með Fiskistofu til Akureyrar í lok næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38