Vill ekkert segja um viðbrögð Úlfars | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 06:15 Kristján Þór Einarsson með dóttur sinni eftir sigurinn á Hvaleyrarvelli í gær. Fréttablaðið/Daníel Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni sem fór fram við kjöraðstæður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Kristján Þór, sem keppir fyrir Kjöl í Mosfellsbæ, hafði betur gegn Bjarka Péturssyni frá Golfklúbbi Borgarness í úrslitum en Tinna, sem keppti á heimavelli, vann Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir á Hvaleyrarvelli um helgina. „Ég náði að bæta mig með hverjum hring eftir því sem leið á mótið,“ sagði Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið en óhætt er að fullyrða að hann hafi farið erfiða leið að titlinum. Í fjórðungsúrslitum lagði hann Birgi Leif Hafþórsson, margfaldan Íslandsmeistara í höggleik, að velli og Harald Franklín Magnús, sem nýlega komst í átta manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, í undanúrslitum. „Birgir Leifur er líklega besti kylfingur sem Ísland hefur átt og árangurinn sem Haraldur Franklín náði úti var frábær. Bjarki hefur svo spilað frábært golf alla helgina og ég held að hafi farið erfiðustu leiðina sem möguleg var, með fullri virðingu fyrir öðrum,“ sagði Kristján Þór. Kristján Þór lýsti á dögunum óánægju sinni með þá ákvörðun landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar að velja hann ekki í landslið Íslands fyrir Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Finnlandi í byrjun næsta mánaðar. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ sagði Kristján Þór í umræddu viðtali við Vísi þann 20. júní síðastliðinn. „Ég kom virkilega „mótiveraður“ inn í þetta mót og vildi senda ákveðin skilaboð. Það gekk eftir með þessum sigri,“ segir Kristján Þór sem reiknar ekki með því að fá símtal frá landsliðsþjálfaranum eftir árangur helgarinnar. „Ég þarf bara að bíða og sjá. En ég hef litla trú á því,“ sagði Kristján en hann vildi ekki tjá sig um viðbrögð Úlfars sem sagði málið á sínum tíma vera „leiðinlegan misskilning“ og að hann hefði ekkert á móti Kristjáni. Næsta mót Kristjáns verður meistaramót Kjalar eftir tvær vikur en að því loknu hefur hann undirbúning fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fer fram dagana 24.-27. júlí. „Það er enginn vafi á því að ég stefni að sigri á landsmótinu en ég verð svo bara að bíða og sjá til hvernig ágústmánuður verður hjá mér. Við eigum von á barni þá og framhaldið ræðst af því,“ sagði Kristján Þór að lokum. Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni sem fór fram við kjöraðstæður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Kristján Þór, sem keppir fyrir Kjöl í Mosfellsbæ, hafði betur gegn Bjarka Péturssyni frá Golfklúbbi Borgarness í úrslitum en Tinna, sem keppti á heimavelli, vann Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir á Hvaleyrarvelli um helgina. „Ég náði að bæta mig með hverjum hring eftir því sem leið á mótið,“ sagði Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið en óhætt er að fullyrða að hann hafi farið erfiða leið að titlinum. Í fjórðungsúrslitum lagði hann Birgi Leif Hafþórsson, margfaldan Íslandsmeistara í höggleik, að velli og Harald Franklín Magnús, sem nýlega komst í átta manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, í undanúrslitum. „Birgir Leifur er líklega besti kylfingur sem Ísland hefur átt og árangurinn sem Haraldur Franklín náði úti var frábær. Bjarki hefur svo spilað frábært golf alla helgina og ég held að hafi farið erfiðustu leiðina sem möguleg var, með fullri virðingu fyrir öðrum,“ sagði Kristján Þór. Kristján Þór lýsti á dögunum óánægju sinni með þá ákvörðun landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar að velja hann ekki í landslið Íslands fyrir Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Finnlandi í byrjun næsta mánaðar. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ sagði Kristján Þór í umræddu viðtali við Vísi þann 20. júní síðastliðinn. „Ég kom virkilega „mótiveraður“ inn í þetta mót og vildi senda ákveðin skilaboð. Það gekk eftir með þessum sigri,“ segir Kristján Þór sem reiknar ekki með því að fá símtal frá landsliðsþjálfaranum eftir árangur helgarinnar. „Ég þarf bara að bíða og sjá. En ég hef litla trú á því,“ sagði Kristján en hann vildi ekki tjá sig um viðbrögð Úlfars sem sagði málið á sínum tíma vera „leiðinlegan misskilning“ og að hann hefði ekkert á móti Kristjáni. Næsta mót Kristjáns verður meistaramót Kjalar eftir tvær vikur en að því loknu hefur hann undirbúning fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fer fram dagana 24.-27. júlí. „Það er enginn vafi á því að ég stefni að sigri á landsmótinu en ég verð svo bara að bíða og sjá til hvernig ágústmánuður verður hjá mér. Við eigum von á barni þá og framhaldið ræðst af því,“ sagði Kristján Þór að lokum.
Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira