Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni.
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar