Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun