Ráðherra segir óeðlilegt að nota óvottað merki Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Sigurður Ingi Jóhannsson „Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“ Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent