Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2014 06:30 íris Dögg Gunnarsdóttir hélt hreinu fjórða leikinn í röð á móti Val. vísir/Daníel Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn