Vistvæn vottun án eftirlits og villandi Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 Þessir hanar virðast hafa það gott í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Ekki er víst að aðbúnaðurinn sé jafngóður á öllum kjúklingabúum sem stæra sig af vistvænni vottun. Fréttablaðið/Daníel „Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera." Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera."
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent