"Okkur er ætlað stórt hlutverk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2014 07:00 Martin var kjörinn besti leikmaður síðasta árs. Fréttablaðið/Valli Það verður ekki einn íslenskur bakvörður í liði Long Island-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans á næsta ári heldur tveir bakverðir. Martin Hermannsson, besti leikmaður Dominos-deildar karla á síðasta tímabili, er búinn að gera munnlegt samkomulag við skólann og mun spila þar ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni næsta vetur. „Þetta kom fljótt upp því þeir áttu aukaskólastyrk. Við Elvar fáum íbúð saman, sem er ekki algengt fyrir leikmenn á fyrsta ári. Þetta er alveg mjög spennandi,“ segir Martin sem fór gjörsamlega á kostum með KR á síðustu leiktíð rétt eins og Elvar hjá Njarðvík. Long Island-skólinn spilar í sterkri deild og helmingur heimaleikja þeirra fer fram í Brooklyn Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn nets. Liðið hefur komist í NCAA-mótið á þremur af síðustu fjórum árum þannig að íslensku strákarnir eru að fara í alvöruna. „Körfuboltinn þarna hentar okkur vel. Það er evrópskur stíll yfir þessu; mikið um „pick and roll“ og svona. Þeir ætla okkur líka stórt hlutverk á næsta ári,“ segir Martin sem er hugsaður sem skotbakvörður en Elvar Már á að spila sem leikstjórnandi. „Mér líður betur sem skotbakvörður en það skemmir ekkert fyrir að geta spilað ásinn líka. Það er mjög sjaldgæft að vera með tvo svona menn í þessum stöðum. Þetta gefur mér líka færi á fleiri mínútum,“ segir Martin. KR-ingurinn ungi var ákveðinn að fara út eftir leiktíðina en hvort skóli yrði fyrir valinu var ekki ákveðið. „Ég er búinn að tala við marga góða menn og þeir sögðu mér allir að prófa skólann. Maður tapar ekkert á því að fá 15 milljóna króna nám borgað fyrir sig og geta spilað körfubolta með því. Þetta opnar margar dyr, bæði í boltanum og lífinu eftir körfuboltann,“ segir Martin Hermannsson. Martin fer út 1. september og býst við að vera klár í landsliðsverkefnin í ágúst.- tom Dominos-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Það verður ekki einn íslenskur bakvörður í liði Long Island-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans á næsta ári heldur tveir bakverðir. Martin Hermannsson, besti leikmaður Dominos-deildar karla á síðasta tímabili, er búinn að gera munnlegt samkomulag við skólann og mun spila þar ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni næsta vetur. „Þetta kom fljótt upp því þeir áttu aukaskólastyrk. Við Elvar fáum íbúð saman, sem er ekki algengt fyrir leikmenn á fyrsta ári. Þetta er alveg mjög spennandi,“ segir Martin sem fór gjörsamlega á kostum með KR á síðustu leiktíð rétt eins og Elvar hjá Njarðvík. Long Island-skólinn spilar í sterkri deild og helmingur heimaleikja þeirra fer fram í Brooklyn Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn nets. Liðið hefur komist í NCAA-mótið á þremur af síðustu fjórum árum þannig að íslensku strákarnir eru að fara í alvöruna. „Körfuboltinn þarna hentar okkur vel. Það er evrópskur stíll yfir þessu; mikið um „pick and roll“ og svona. Þeir ætla okkur líka stórt hlutverk á næsta ári,“ segir Martin sem er hugsaður sem skotbakvörður en Elvar Már á að spila sem leikstjórnandi. „Mér líður betur sem skotbakvörður en það skemmir ekkert fyrir að geta spilað ásinn líka. Það er mjög sjaldgæft að vera með tvo svona menn í þessum stöðum. Þetta gefur mér líka færi á fleiri mínútum,“ segir Martin. KR-ingurinn ungi var ákveðinn að fara út eftir leiktíðina en hvort skóli yrði fyrir valinu var ekki ákveðið. „Ég er búinn að tala við marga góða menn og þeir sögðu mér allir að prófa skólann. Maður tapar ekkert á því að fá 15 milljóna króna nám borgað fyrir sig og geta spilað körfubolta með því. Þetta opnar margar dyr, bæði í boltanum og lífinu eftir körfuboltann,“ segir Martin Hermannsson. Martin fer út 1. september og býst við að vera klár í landsliðsverkefnin í ágúst.- tom
Dominos-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira