Húsnæðisvísitala Már Wolfgang Mixa skrifar 3. júní 2014 00:00 Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar