Fór fyrsta hringinn í barnavagninum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2014 06:00 Ragnar Már á Strandavelli í gær en þá bætti hann vallarmetið með því að koma í hús á 62 höggum. mynd/GSÍ „Það koma dagar þar sem maður dettur í „zone-ið“. Þá vill allt ganga upp hjá manni,“ sagði Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, við Fréttablaðið í gær eftir að hann tryggði sér glæstan sigur á öðru móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni en það fór fram á Hellu í gær. Aðstæður voru erfiðar á Hellu um helgina og kylfingar náðu ekki sínu besta fram fyrstu tvo keppnisdagana. Besti dagurinn var á lokadeginum í gær og þá hrökk Ragnar Már í gírinn. Hann spilaði á 62 höggum, átta undir pari vallarins, og bætti vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann fékk alls níu fugla en hringurinn dugði honum til að sigra á mótinu með tveggja högga forystu á Gísla Sveinbergsson, GK, sem varð annar. „Ég tók bara eina holu í einu og spilaði hana eins vel og ég gat,“ sagði hinn hógværi Ragnar Már en hann er á nítjánda aldursári. „Ég var að slá mjög vel, bæði hélt mér á braut og setti nálægt pinna í innáhögginu. Púttin gengu líka vel og þá komu fuglarnir,“ segir hann en Ragnar vann einnig fyrsta mót ársins um síðustu helgi, einnig eftir öflugan lokahring. Hann segist hafa unnið mikið í því að styrkja andlega þáttinn í sínu spili. „Ég reyni að vera mjög þolinmóður því það er helsti áhættuþátturinn. Ég hef unnið í þessu með þjálfara mínum og það hefur hjálpað til,“ segir Ragnar. Hann segir að árangurinn hafi komið nokkuð á óvart. „Markmiðin voru bara að vera ofarlega í mótunum og gera mitt besta. Hitt kom bara að sjálfu sér og ég vona bara að ég nái að halda mínu striki.“ Ragnar er þrátt fyrir ungan aldur kominn í háskólanám í Bandaríkjunum en hann hélt utan síðasta haust eftir að hafa klárað verslunarpróf frá VÍ. „Það gekk mjög vel úti,“ segir hann. „Námið gekk vel og golfið var upp og niður, eins og það vill oft vera. En liðinu mínu gekk vel og skólinn náði sínum besta árangri í tíu ár. Ragnar þekkir vel til á Hellu en faðir hans er frá Hvolsvelli og fór oft með hann á þennan völl. „Ég fór minn fyrsta golfhring hér en þá var ég reyndar í barnavagni,“ segir Ragnar í léttum dúr. „Svo spilaði ég mikið hér sem krakki og þykir því vænt um að hafa bætt vallarmetið. Það var mjög skemmtilegt.“ Golf Tengdar fréttir Ragnar bætti vallarmetið á Hellu Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. 1. júní 2014 18:31 Ragnar Már vann á Hellu | Fékk níu fugla Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. 1. júní 2014 15:42 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Það koma dagar þar sem maður dettur í „zone-ið“. Þá vill allt ganga upp hjá manni,“ sagði Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, við Fréttablaðið í gær eftir að hann tryggði sér glæstan sigur á öðru móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni en það fór fram á Hellu í gær. Aðstæður voru erfiðar á Hellu um helgina og kylfingar náðu ekki sínu besta fram fyrstu tvo keppnisdagana. Besti dagurinn var á lokadeginum í gær og þá hrökk Ragnar Már í gírinn. Hann spilaði á 62 höggum, átta undir pari vallarins, og bætti vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann fékk alls níu fugla en hringurinn dugði honum til að sigra á mótinu með tveggja högga forystu á Gísla Sveinbergsson, GK, sem varð annar. „Ég tók bara eina holu í einu og spilaði hana eins vel og ég gat,“ sagði hinn hógværi Ragnar Már en hann er á nítjánda aldursári. „Ég var að slá mjög vel, bæði hélt mér á braut og setti nálægt pinna í innáhögginu. Púttin gengu líka vel og þá komu fuglarnir,“ segir hann en Ragnar vann einnig fyrsta mót ársins um síðustu helgi, einnig eftir öflugan lokahring. Hann segist hafa unnið mikið í því að styrkja andlega þáttinn í sínu spili. „Ég reyni að vera mjög þolinmóður því það er helsti áhættuþátturinn. Ég hef unnið í þessu með þjálfara mínum og það hefur hjálpað til,“ segir Ragnar. Hann segir að árangurinn hafi komið nokkuð á óvart. „Markmiðin voru bara að vera ofarlega í mótunum og gera mitt besta. Hitt kom bara að sjálfu sér og ég vona bara að ég nái að halda mínu striki.“ Ragnar er þrátt fyrir ungan aldur kominn í háskólanám í Bandaríkjunum en hann hélt utan síðasta haust eftir að hafa klárað verslunarpróf frá VÍ. „Það gekk mjög vel úti,“ segir hann. „Námið gekk vel og golfið var upp og niður, eins og það vill oft vera. En liðinu mínu gekk vel og skólinn náði sínum besta árangri í tíu ár. Ragnar þekkir vel til á Hellu en faðir hans er frá Hvolsvelli og fór oft með hann á þennan völl. „Ég fór minn fyrsta golfhring hér en þá var ég reyndar í barnavagni,“ segir Ragnar í léttum dúr. „Svo spilaði ég mikið hér sem krakki og þykir því vænt um að hafa bætt vallarmetið. Það var mjög skemmtilegt.“
Golf Tengdar fréttir Ragnar bætti vallarmetið á Hellu Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. 1. júní 2014 18:31 Ragnar Már vann á Hellu | Fékk níu fugla Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. 1. júní 2014 15:42 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ragnar bætti vallarmetið á Hellu Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. 1. júní 2014 18:31
Ragnar Már vann á Hellu | Fékk níu fugla Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. 1. júní 2014 15:42
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti