Landið er dýrmæt auðlind Gunnar Bragi Sveinsson og Monique Barbut skrifar 31. maí 2014 07:00 Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun