Alltaf verið draumurinn að komast í landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. maí 2014 06:00 Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni í leik með Spezia í B-deildinni á Ítalíu. vísir/Getty Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia spila úrslitaleik í umspili um sæti í Serie A í kvöld. Þetta er fyrsta tímabil Harðar hjá Spezia, eftir að hafa verið í varaliði stórveldisins Juventus undanfarin ár, og líður honum vel hjá nýja liðinu. „Mér hefur liðið vel hér, það tóku allir vel á móti mér þegar ég kom en það gekk illa að fá að spila í byrjun. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn og sá sem tók við, fyrrverandi þjálfari U-21 landsliðs Ítala, hafði sínar áherslur. Hann fékk til sín marga leikmenn úr unglingalandsliðunum sem hann þekkti vel og ég datt úr liðinu, hann fékk til sín mann í mína stöðu. Sá leikmaður meiddist um daginn og fyrir vikið hef ég fengið að spila mikið undanfarnar vikur,“ segir Hörður við Fréttablaðið.Mikill munur á liðunum Hörður lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki með Fram aðeins sextán ára gamall og gekk til liðs við Juventus einu og hálfu ári síðar. Hörður lék með varaliði Juventus í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Spezia fyrir tímabilið með sameiginlegum eignarhaldssamningi. Í því felst að liðin eiga sinn helminginn hvort í leikmanninum og semja þau um verð að loknu tímabili. Komist liðin ekki að samkomulagi setja bæði liðin upphæð í umslag og hærri upphæðin vinnur. „Það er auðvitað mikill stigsmunur á milli þessara liða. Að fara úr Fram í varalið Juventus og síðan hingað til Spezia. Hjá Juventus voru sterkari og teknískari leikmenn en ég hafði vanist og ég þurfti að aðlagast því. Síðan kemur upp sú staða að Juventus vildi að ég færi á lán til að fá meiri reynslu og Spezia var í góðu sambandi við Juventus sem leiddi til þess að þrír leikmenn fóru til Spezia. Nú er verið að leggja niður sameiginlega eignarhaldskerfið sem þekkist á Ítalíu og þá þurfa félögin að ræða saman hvert framhaldið hjá mér verður. Þetta gæti endað í umslögunum. Þetta kerfi er ákveðið öryggi fyrir mig, ég er með eitt stærsta og sigursælasta lið Ítalíu á bak við mig í þessu,“ segir Hörður.Stoltur af kallinu Hörður var valinn í landsliðið fyrir æfingarleik gegn Eistlandi í næstu viku en hann hefur leikið með U21 árs liði Íslands undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast í A-landsliðið, ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri. Ég hef verið að spila vel, bæði með U-21 og með Spezia, en þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég þarf að sanna mig rétt eins og hver annar í liðinu og vonandi, ef ég fæ tækifærið, get ég reynt að sýna hvað ég hef fram að færa fyrir liðið,“ segir Hörður. Hann heyrði í Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á dögunum en hann hefur ekki rætt við Lars Lagerbäck. „Ég hef lítið heyrt í þeim. Heimir hringdi í mig um daginn til að tilkynna mér þetta og hann sagði mér að þeir hefðu verið að fylgjast með mér. Lars sá leikinn gegn Bari um daginn og var ánægður með það sem hann sá. Heimir sagði mér að ef við færum í úrslitakeppnina myndu þeir reyna að skoða mig seinna. Það er mjög gott að heyra að ég sé ennþá í myndinni ef ég kemst ekki í þetta skiptið og að þeir vilji sjá mig spila og hafi trú á mér. Maður vonar bara það besta,“ segir Hörður. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi hefur Hörður leyst stöðu vinstri bakvarðar með góðu gengi í verkefnum U-21 árs landsliðs Íslands. „Ég er miðvörður að upplagi en ég hef og get spilað vinstri bakvörð. Ég spila bara þá stöðu sem þeir setja mig í og reyni að standa mig sem best þar.“Óvissa um þátttöku Hörður var valinn í landsliðshópinn gegn Eistum en ekki er á hreinu hvort hann getur tekið þátt í leiknum. Vinni Spezia, félagslið hans, lokaleik deildarkeppninnar í kvöld gegn Latina eru Hörður og félagar á leiðinni í umspil um sæti í Serie A á sama tíma. „Þetta er jákvæður hausverkur og allt telur. Báðir möguleikar hafa sína kosti og sína galla. Við verðum bara að gera okkar besta og sjá hver niðurstaðan verður. Ef leikurinn tapast verður það góð sárabót að komast til Íslands og fá að taka þátt í landsliðsverkefninu,“ segir Hörður. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia spila úrslitaleik í umspili um sæti í Serie A í kvöld. Þetta er fyrsta tímabil Harðar hjá Spezia, eftir að hafa verið í varaliði stórveldisins Juventus undanfarin ár, og líður honum vel hjá nýja liðinu. „Mér hefur liðið vel hér, það tóku allir vel á móti mér þegar ég kom en það gekk illa að fá að spila í byrjun. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn og sá sem tók við, fyrrverandi þjálfari U-21 landsliðs Ítala, hafði sínar áherslur. Hann fékk til sín marga leikmenn úr unglingalandsliðunum sem hann þekkti vel og ég datt úr liðinu, hann fékk til sín mann í mína stöðu. Sá leikmaður meiddist um daginn og fyrir vikið hef ég fengið að spila mikið undanfarnar vikur,“ segir Hörður við Fréttablaðið.Mikill munur á liðunum Hörður lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki með Fram aðeins sextán ára gamall og gekk til liðs við Juventus einu og hálfu ári síðar. Hörður lék með varaliði Juventus í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Spezia fyrir tímabilið með sameiginlegum eignarhaldssamningi. Í því felst að liðin eiga sinn helminginn hvort í leikmanninum og semja þau um verð að loknu tímabili. Komist liðin ekki að samkomulagi setja bæði liðin upphæð í umslag og hærri upphæðin vinnur. „Það er auðvitað mikill stigsmunur á milli þessara liða. Að fara úr Fram í varalið Juventus og síðan hingað til Spezia. Hjá Juventus voru sterkari og teknískari leikmenn en ég hafði vanist og ég þurfti að aðlagast því. Síðan kemur upp sú staða að Juventus vildi að ég færi á lán til að fá meiri reynslu og Spezia var í góðu sambandi við Juventus sem leiddi til þess að þrír leikmenn fóru til Spezia. Nú er verið að leggja niður sameiginlega eignarhaldskerfið sem þekkist á Ítalíu og þá þurfa félögin að ræða saman hvert framhaldið hjá mér verður. Þetta gæti endað í umslögunum. Þetta kerfi er ákveðið öryggi fyrir mig, ég er með eitt stærsta og sigursælasta lið Ítalíu á bak við mig í þessu,“ segir Hörður.Stoltur af kallinu Hörður var valinn í landsliðið fyrir æfingarleik gegn Eistlandi í næstu viku en hann hefur leikið með U21 árs liði Íslands undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast í A-landsliðið, ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri. Ég hef verið að spila vel, bæði með U-21 og með Spezia, en þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég þarf að sanna mig rétt eins og hver annar í liðinu og vonandi, ef ég fæ tækifærið, get ég reynt að sýna hvað ég hef fram að færa fyrir liðið,“ segir Hörður. Hann heyrði í Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á dögunum en hann hefur ekki rætt við Lars Lagerbäck. „Ég hef lítið heyrt í þeim. Heimir hringdi í mig um daginn til að tilkynna mér þetta og hann sagði mér að þeir hefðu verið að fylgjast með mér. Lars sá leikinn gegn Bari um daginn og var ánægður með það sem hann sá. Heimir sagði mér að ef við færum í úrslitakeppnina myndu þeir reyna að skoða mig seinna. Það er mjög gott að heyra að ég sé ennþá í myndinni ef ég kemst ekki í þetta skiptið og að þeir vilji sjá mig spila og hafi trú á mér. Maður vonar bara það besta,“ segir Hörður. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi hefur Hörður leyst stöðu vinstri bakvarðar með góðu gengi í verkefnum U-21 árs landsliðs Íslands. „Ég er miðvörður að upplagi en ég hef og get spilað vinstri bakvörð. Ég spila bara þá stöðu sem þeir setja mig í og reyni að standa mig sem best þar.“Óvissa um þátttöku Hörður var valinn í landsliðshópinn gegn Eistum en ekki er á hreinu hvort hann getur tekið þátt í leiknum. Vinni Spezia, félagslið hans, lokaleik deildarkeppninnar í kvöld gegn Latina eru Hörður og félagar á leiðinni í umspil um sæti í Serie A á sama tíma. „Þetta er jákvæður hausverkur og allt telur. Báðir möguleikar hafa sína kosti og sína galla. Við verðum bara að gera okkar besta og sjá hver niðurstaðan verður. Ef leikurinn tapast verður það góð sárabót að komast til Íslands og fá að taka þátt í landsliðsverkefninu,“ segir Hörður.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira