Fjárfestum í fólki Skúli Helgason skrifar 23. maí 2014 07:00 Ungir karlmenn eru fjölmennastir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Sami hópur er líka áberandi í röðum þeirra framhaldsskólanema sem hætta í námi en sem kunnugt er hefur brotthvarf á Íslandi um árabil verið á bilinu 25-30% eða helmingi hærra en í ríkjum OECD að meðaltali og tvöfalt til þrefalt hærra en annars staðar á Norðurlöndunum. Löngu tímabært er að bregðast við þessum staðreyndum í skólakerfinu með auknu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, ríkis og sveitarfélaga. Samfelld ábyrgð á rekstri skólastiga frá leikskóla fram að háskóla væri ein leið til að auka samfellu náms í þágu nemenda og sjálfsagt er að heimila einstökum sveitarfélögum að spreyta sig á rekstri tiltekinna skóla, eins og Reykjavík, Garðabær og Hafnarfjörður hafa þegar óskað eftir. Reykjavík greiðir í ár 4 milljarða króna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga án atvinnu og bótaréttar úr atvinnuleysistryggingakerfinu. Slíkt úrræði verður alltaf að vera til staðar en mikið er til vinnandi fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið að við náum að breyta áherslum í þá veru að fleiri úr þessum hópi komist til vinnu og sjálfsbjargar. Þar er hlutverk skólanna mikilvægt, ekki síst grunnskólans, þar sem tækifærin til að draga úr brotthvarfsáhættu eru mest að mínu mati. Leiðin liggur í gegnum aukna áherslu á virkni nemenda og námsval við hæfi hvers og eins. Við eigum að setja okkur það markmið að öll börn og ungmenni læri það sem þau hafa áhuga á og nýtir best hæfileika þeirra. Við þurfum að skapa fagfólki í skólum þá umgjörð sem dregur fram það besta í hverjum nemanda. Það kallar vissulega á meiri stuðning í skólastofunni og aukna þverfaglega samvinnu kennara og sérhæfðs starfsfólks við að mæta ólíkum þörfum nemenda. Þróuð hafa verið skimunarpróf hér á landi til að greina snemma þá nemendur sem eru í mestri brotthvarfshættu. Til þessa hafa slík próf aðeins verið notuð í framhaldsskólum hérlendis og grunnskólum í Noregi en næsta skref er að hagnýta þau í grunnskólum borgarinnar til að fyrirbyggja frekari vanda síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ungir karlmenn eru fjölmennastir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Sami hópur er líka áberandi í röðum þeirra framhaldsskólanema sem hætta í námi en sem kunnugt er hefur brotthvarf á Íslandi um árabil verið á bilinu 25-30% eða helmingi hærra en í ríkjum OECD að meðaltali og tvöfalt til þrefalt hærra en annars staðar á Norðurlöndunum. Löngu tímabært er að bregðast við þessum staðreyndum í skólakerfinu með auknu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, ríkis og sveitarfélaga. Samfelld ábyrgð á rekstri skólastiga frá leikskóla fram að háskóla væri ein leið til að auka samfellu náms í þágu nemenda og sjálfsagt er að heimila einstökum sveitarfélögum að spreyta sig á rekstri tiltekinna skóla, eins og Reykjavík, Garðabær og Hafnarfjörður hafa þegar óskað eftir. Reykjavík greiðir í ár 4 milljarða króna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga án atvinnu og bótaréttar úr atvinnuleysistryggingakerfinu. Slíkt úrræði verður alltaf að vera til staðar en mikið er til vinnandi fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið að við náum að breyta áherslum í þá veru að fleiri úr þessum hópi komist til vinnu og sjálfsbjargar. Þar er hlutverk skólanna mikilvægt, ekki síst grunnskólans, þar sem tækifærin til að draga úr brotthvarfsáhættu eru mest að mínu mati. Leiðin liggur í gegnum aukna áherslu á virkni nemenda og námsval við hæfi hvers og eins. Við eigum að setja okkur það markmið að öll börn og ungmenni læri það sem þau hafa áhuga á og nýtir best hæfileika þeirra. Við þurfum að skapa fagfólki í skólum þá umgjörð sem dregur fram það besta í hverjum nemanda. Það kallar vissulega á meiri stuðning í skólastofunni og aukna þverfaglega samvinnu kennara og sérhæfðs starfsfólks við að mæta ólíkum þörfum nemenda. Þróuð hafa verið skimunarpróf hér á landi til að greina snemma þá nemendur sem eru í mestri brotthvarfshættu. Til þessa hafa slík próf aðeins verið notuð í framhaldsskólum hérlendis og grunnskólum í Noregi en næsta skref er að hagnýta þau í grunnskólum borgarinnar til að fyrirbyggja frekari vanda síðar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar