Fallist yfirkjörstjórn í Kópavogi á að afhenda umboðsmanni Sjálfstæðisflokksins afrit af meðmælendalistum annarra flokka hafa Dögun og umbótasinnar í Kópavogi og Næstbesti flokkurinn ákveðið að láta reyna á þá afstöðu fyrir æðra stjórnvaldi og dómi.
Yfirkjörstjórn tekur málið fyrir í dag. Verði samþykkt að afhenda listana verður sú ákvörðun kærð til innanríkisráðuneytis og síðan höfðað flýtimeðferðarmál fyrir Héraðsdómi Reykjaness ef ráðuneytið hnekkir ekki ákvörðun yfirkjörstjórnar.
Tvö framboð ætla að kæra til innanríkisráðuneytis ef listar verða afentir
