Andoxun og langlífi, lygasaga? Teitur Guðmundsson skrifar 13. maí 2014 07:00 Þeir sem hafa fylgst með á sviði heilsu og læknisfræði undanfarin ár, hvað þá þeir sem hafa haft lifibrauð sitt af því að selja þekkingu í formi fæðubótarefna eru að fá vænan rassskell núna gæti maður haldið. Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radíkalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og talin eiga að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar. Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa neikvæð áhrif á ýmis líffæri og geta í verstu tilfellum leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og hver kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltvísýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa og líkaminn að virka. Ferlið er afar flókið og koma mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er þetta það sem gerist. Það er við þessar kringumstæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.Efast um virknina Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina, hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun, mataræði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum. Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindurefnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla, ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því að það hljóti að virka eins í líkamanum. Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers vegna það hljóti að vera allra meina bót að taka til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum í því tilliti að ná einhvers konar jafnvægi eða jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur sem eiga að sýna sömu virkni.Ruglingsleg fræði Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti sem eru ríkir af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðarber, hindber, laukur og tómatar sem dæmi eru mjög rík af flavonóíðum. Ekki má gleyma pólýfenólum sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karrí, kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki upp né niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stundina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn. Líklega er jafnvægi lykillinn að öllu þessu sem fyrr.Einn stærsti kollhnís í heimi Það er þó hálfu verra þegar vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði séu bara ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu áhrif sem okkur hefur verið selt á undanförnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til og komi í veg fyrir öldrun! Hvað þá heldur að þau stjórni sjálfstýrðum frumudauða meir en við höfum áður talið, meira að segja í varnarskyni en ekki til að skemma okkur. Við vitum að líkaminn hefur ákveðna möguleika á að drepa eigin frumur til að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér líkt og við krabbamein, sjálfsónæmissjúkdóma eða veirusjúkdóma og það er líklega á hverjum degi sem hann er að vinna slíka vinnu á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Mögulega styðja sindurefnin frumurnar fremur en hitt. Svo virðist sem þessir vísindamenn sem birta grein sína í virtasta vísindatímariti á sviði líf- og læknisfræði séu að kollvarpa hugmyndum sem hafa verið lífseigar í mörg ár. Hafi þeir rétt fyrir sér er um að ræða einn stærsta kollhnís í heimi sjúkdómafræði, fæðubótar og heilsuráðlegginga seinni tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa fylgst með á sviði heilsu og læknisfræði undanfarin ár, hvað þá þeir sem hafa haft lifibrauð sitt af því að selja þekkingu í formi fæðubótarefna eru að fá vænan rassskell núna gæti maður haldið. Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radíkalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og talin eiga að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar. Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa neikvæð áhrif á ýmis líffæri og geta í verstu tilfellum leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og hver kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltvísýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa og líkaminn að virka. Ferlið er afar flókið og koma mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er þetta það sem gerist. Það er við þessar kringumstæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.Efast um virknina Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina, hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun, mataræði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum. Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindurefnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla, ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því að það hljóti að virka eins í líkamanum. Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers vegna það hljóti að vera allra meina bót að taka til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum í því tilliti að ná einhvers konar jafnvægi eða jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur sem eiga að sýna sömu virkni.Ruglingsleg fræði Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti sem eru ríkir af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðarber, hindber, laukur og tómatar sem dæmi eru mjög rík af flavonóíðum. Ekki má gleyma pólýfenólum sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karrí, kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki upp né niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stundina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn. Líklega er jafnvægi lykillinn að öllu þessu sem fyrr.Einn stærsti kollhnís í heimi Það er þó hálfu verra þegar vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði séu bara ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu áhrif sem okkur hefur verið selt á undanförnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til og komi í veg fyrir öldrun! Hvað þá heldur að þau stjórni sjálfstýrðum frumudauða meir en við höfum áður talið, meira að segja í varnarskyni en ekki til að skemma okkur. Við vitum að líkaminn hefur ákveðna möguleika á að drepa eigin frumur til að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér líkt og við krabbamein, sjálfsónæmissjúkdóma eða veirusjúkdóma og það er líklega á hverjum degi sem hann er að vinna slíka vinnu á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Mögulega styðja sindurefnin frumurnar fremur en hitt. Svo virðist sem þessir vísindamenn sem birta grein sína í virtasta vísindatímariti á sviði líf- og læknisfræði séu að kollvarpa hugmyndum sem hafa verið lífseigar í mörg ár. Hafi þeir rétt fyrir sér er um að ræða einn stærsta kollhnís í heimi sjúkdómafræði, fæðubótar og heilsuráðlegginga seinni tíma.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun