Krakkarnir sendir á mölina í Kópavogi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, sést hér í gær í góðum hópi krakka sem æfa með Breiðabliki. Vísir/Daníel Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15