Mannréttindaborgin Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun