Allt til andskotans Páll Stefánsson skrifar 3. maí 2014 09:30 Páll Stefánsson, ljósmyndari fór í áhrifamikið ferðlag í flóttamannabúðir. Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn — eigandinn — var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð. Þrjár milljónir manna hafa nú þegar flúið Sýrland síðan borgarastríðið hófst fyrir þremur árum. Að minnsta kosti fimm milljónir eru á vergangi innan landsins, en fyrir tveimur árum var íbúatalan 22 milljónir. Þetta ástand er ekki í lagi. Og það lagast ekkert. Allir sem ég hitti sögðu að þetta ástand muni vara í tíu, jafnvel fimmtán ár. Eins og borgarastríðið í Líbanon, sem nú er lokið fyrir löngu. Eftir fimmtán ár verður Najwa, litla nýfædda stelpan sem ég hitti með bróður hennar og mömmu fyrsta kvöldið, að fara í menntaskóla. Staðreyndin er bara sú að hér í Beqaa-dalnum er engin framtíð, engin skólaganga, ekkert. Og pabbinn? Einn af 206 þúsund sem misst hafa lífið, eða kannski einn af 130 þúsund sem hafa horfið, mun aldrei sjá eða hitta dóttur sína. Þetta jafngildir íslenskri þjóð, sem hefur dáið, eða gufað upp, í Sýrlandi á þremur árum.Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Rauði krossinn gera lítil kraftaverk á hverjum degi. En það dugar skammt; slíkur er fjöldinn. Beqaa-dalurinn, fæðukista Líbanons, er allur þakinn tjöldum sýrlenskra flóttamanna. Einfaldri trégrind er klambrað saman, síðan er plast strekkt yfir og heft fast — oft gamlar útrunnar risaauglýsingar. Að lokum eru lögð gömul sumardekk á þakið sem farg. Framtakssamir setja smá steypuskán á gólfið til að gera það þrifalegra; moldargólf er bæði skítugt og rakt. Þarna, á fimm komma fimm fermetrum, býr fólk. Heilu og hálfu fjölskyldurnar sem eiga ekkert nema lífið sjálft, og stundum einar buxur eða tvenn pils til skiptanna. Klósettum er komið upp, bárujárnstunnum með þaki og gati í illa steyptu gólfinu, síðan ganga rör út út úr þeim. Rör sem ná ekki lengra en hundrað sentímetra, þar sem kúkur, piss og ólykt taka vel á móti gestum og gangandi. Líklega er á annað hundrað manns um hvert klósett en aldrei sá ég biðröð. Rennandi vatn, ekkert. En tanka þar sem fólk getur sótt vatn til matargerðar og þrifnaðar er að finna með jöfnu millibili í tjaldbúðunum. En þrátt fyrir allt kom það mér mest á óvart hve fólk var hreinlegt, æðrulaust, kurteist og stolt. Þarna hitti ég kristna, drúsa, alavíta, sjíta og súnnía, trúin var ekki að trufla. Allir lögðust á árar við að hjálpa næsta manni að koma upp tjaldi, bústað, finna mat. Og börnin léku sér í einhvers konar brennó, feluleik eða stríðsleik. Pang! Dauður. Þarna deyrð þú í þykjustunni. Hér heldurðu því eina sem þú átt: lífinu. Hér er það öruggt. Hvernig gat þetta gerst í Sýrlandi? Hjá þessari umburðarlyndu, velmenntuðu fjölmenningarþjóð. Með Damaskus, heillandi heimsborg, sem höfuðborg. Óskiljanlegt.Ósköpin byrjuðu í borginni Daraa, við jórdönsku landamærin, þann 15. mars 2011, þegar 15 börn á aldrinum níu til fimmtán ára og öll úr sömu fjölskyldunni krotuðu níð um stjórnina á skólavegginn sinn. Þau voru handtekin og þremur dögum seinna söfnuðust 3.000 manns saman til að óska eftir því að þau yrðu látin laus. Þau gerðu jafnframt kröfu um umbætur á stjórnarfari Sýrlands, og að tekið yrði á spillingu í landinu. Öryggissveitir tóku af hörku á mótmælendum og skutu fjóra til bana. Arabíska vorið breytist í fimbulvetur. Í fjörutíu og fjögur ár, síðan 1970, hefur al-Assad-fjölskyldan stjórnað landinu með stuðningi Ba‘ath-flokksins. Fyrst var það Hafez al-Assad sem stjórnaði landinu í 30 ár, frá 1970 til dauðadags árið 2000, þegar sonurinn, breskmenntaði augnlæknirinn Bashar Hafez al-Assad, tók við forsetaembættinu. Fjölskyldan er alavítar, trúarbrögð milli gyðingdóms og súnnímúslíma sem aðeins 11 prósent þjóðarinnar tilheyra, og þeir hafa stjórnað og ráðið öllu undanfarna hálfa öld þrátt fyrir að þrír af hverjum fjórum Sýrlendingum séu súnnímúslímar og einn af hverjum tíu kristinnar trúar, auk drúsa og örfárra gyðinga. Eins og staðan er í dag er stríðið í pattstöðu. Enginn er með yfirhöndina. Stjórnin heldur 40 prósentum landsins, 60 prósentum íbúanna, og mismunandi hópar uppreisnarmanna halda héraði og héraði og hafa barist hver við annan af mikilli heift, rétt eins og við stjórnarherinn. Rússar hafa verið helstu bandamenn ríkisstjórnarinnar ásamt Hizbollah-samtökunum í Líbanon en Sádar, Bandaríkjamenn og Flóaríkin hafa verið öflugustu bandamenn uppreisnarmanna. Allir stríðsaðilar hafa framið voðaverk, stríðsglæpi á óbreyttum borgurum, og notað jafnvel til þess efnavopn. Síðast, nú fyrir tveimur vikum í Kafr Zita, þorpi 200 km norður af Damaskus sem uppreisnarmenn halda. Stjórnin var fljót að kenna uppreisnarmönnum um ódæðið en gat ekki útskýrt hvernig ríkisfjölmiðlar gátu varað vinveitt þorp í nágrenninu við yfirvofandi efnavopnaárás, með sólarhrings fyrirvara. Í rúminu, síðasta kvöldið í dalnum, hugsaði ég um allt það fólk sem ég hafði hitt, endurskoðandann, vínbóndann og manninn hennar, ljóðskáldið og ljósmyndarann án myndavéla. Þær hurfu þegar húsið hans sprakk í Aleppo. Öll börnin, sem hafa alla framtíðina fyrir sér, en samt sem áður enga framtíð. Konuna með fimm börn en engan maka. Kraftmikla manninn sem ásamt tíu ára dóttur sinni, laskaðri á fæti eftir stríðið, brenna saman jörð og leir og búa til múrsteina til að útbúa skjól fyrir vini og vandamenn. Svíar hafa sýnt manndóm og mannúð og veitt 26 þúsund Sýrlendingum hæli á síðustu tveimur árum. Hvenær kemur að okkur? Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan. Úr herbergisglugganum ljómaði austurhimininn. Herbergi sex skalf. Sprenging. Helvítis stríð. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn — eigandinn — var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð. Þrjár milljónir manna hafa nú þegar flúið Sýrland síðan borgarastríðið hófst fyrir þremur árum. Að minnsta kosti fimm milljónir eru á vergangi innan landsins, en fyrir tveimur árum var íbúatalan 22 milljónir. Þetta ástand er ekki í lagi. Og það lagast ekkert. Allir sem ég hitti sögðu að þetta ástand muni vara í tíu, jafnvel fimmtán ár. Eins og borgarastríðið í Líbanon, sem nú er lokið fyrir löngu. Eftir fimmtán ár verður Najwa, litla nýfædda stelpan sem ég hitti með bróður hennar og mömmu fyrsta kvöldið, að fara í menntaskóla. Staðreyndin er bara sú að hér í Beqaa-dalnum er engin framtíð, engin skólaganga, ekkert. Og pabbinn? Einn af 206 þúsund sem misst hafa lífið, eða kannski einn af 130 þúsund sem hafa horfið, mun aldrei sjá eða hitta dóttur sína. Þetta jafngildir íslenskri þjóð, sem hefur dáið, eða gufað upp, í Sýrlandi á þremur árum.Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Rauði krossinn gera lítil kraftaverk á hverjum degi. En það dugar skammt; slíkur er fjöldinn. Beqaa-dalurinn, fæðukista Líbanons, er allur þakinn tjöldum sýrlenskra flóttamanna. Einfaldri trégrind er klambrað saman, síðan er plast strekkt yfir og heft fast — oft gamlar útrunnar risaauglýsingar. Að lokum eru lögð gömul sumardekk á þakið sem farg. Framtakssamir setja smá steypuskán á gólfið til að gera það þrifalegra; moldargólf er bæði skítugt og rakt. Þarna, á fimm komma fimm fermetrum, býr fólk. Heilu og hálfu fjölskyldurnar sem eiga ekkert nema lífið sjálft, og stundum einar buxur eða tvenn pils til skiptanna. Klósettum er komið upp, bárujárnstunnum með þaki og gati í illa steyptu gólfinu, síðan ganga rör út út úr þeim. Rör sem ná ekki lengra en hundrað sentímetra, þar sem kúkur, piss og ólykt taka vel á móti gestum og gangandi. Líklega er á annað hundrað manns um hvert klósett en aldrei sá ég biðröð. Rennandi vatn, ekkert. En tanka þar sem fólk getur sótt vatn til matargerðar og þrifnaðar er að finna með jöfnu millibili í tjaldbúðunum. En þrátt fyrir allt kom það mér mest á óvart hve fólk var hreinlegt, æðrulaust, kurteist og stolt. Þarna hitti ég kristna, drúsa, alavíta, sjíta og súnnía, trúin var ekki að trufla. Allir lögðust á árar við að hjálpa næsta manni að koma upp tjaldi, bústað, finna mat. Og börnin léku sér í einhvers konar brennó, feluleik eða stríðsleik. Pang! Dauður. Þarna deyrð þú í þykjustunni. Hér heldurðu því eina sem þú átt: lífinu. Hér er það öruggt. Hvernig gat þetta gerst í Sýrlandi? Hjá þessari umburðarlyndu, velmenntuðu fjölmenningarþjóð. Með Damaskus, heillandi heimsborg, sem höfuðborg. Óskiljanlegt.Ósköpin byrjuðu í borginni Daraa, við jórdönsku landamærin, þann 15. mars 2011, þegar 15 börn á aldrinum níu til fimmtán ára og öll úr sömu fjölskyldunni krotuðu níð um stjórnina á skólavegginn sinn. Þau voru handtekin og þremur dögum seinna söfnuðust 3.000 manns saman til að óska eftir því að þau yrðu látin laus. Þau gerðu jafnframt kröfu um umbætur á stjórnarfari Sýrlands, og að tekið yrði á spillingu í landinu. Öryggissveitir tóku af hörku á mótmælendum og skutu fjóra til bana. Arabíska vorið breytist í fimbulvetur. Í fjörutíu og fjögur ár, síðan 1970, hefur al-Assad-fjölskyldan stjórnað landinu með stuðningi Ba‘ath-flokksins. Fyrst var það Hafez al-Assad sem stjórnaði landinu í 30 ár, frá 1970 til dauðadags árið 2000, þegar sonurinn, breskmenntaði augnlæknirinn Bashar Hafez al-Assad, tók við forsetaembættinu. Fjölskyldan er alavítar, trúarbrögð milli gyðingdóms og súnnímúslíma sem aðeins 11 prósent þjóðarinnar tilheyra, og þeir hafa stjórnað og ráðið öllu undanfarna hálfa öld þrátt fyrir að þrír af hverjum fjórum Sýrlendingum séu súnnímúslímar og einn af hverjum tíu kristinnar trúar, auk drúsa og örfárra gyðinga. Eins og staðan er í dag er stríðið í pattstöðu. Enginn er með yfirhöndina. Stjórnin heldur 40 prósentum landsins, 60 prósentum íbúanna, og mismunandi hópar uppreisnarmanna halda héraði og héraði og hafa barist hver við annan af mikilli heift, rétt eins og við stjórnarherinn. Rússar hafa verið helstu bandamenn ríkisstjórnarinnar ásamt Hizbollah-samtökunum í Líbanon en Sádar, Bandaríkjamenn og Flóaríkin hafa verið öflugustu bandamenn uppreisnarmanna. Allir stríðsaðilar hafa framið voðaverk, stríðsglæpi á óbreyttum borgurum, og notað jafnvel til þess efnavopn. Síðast, nú fyrir tveimur vikum í Kafr Zita, þorpi 200 km norður af Damaskus sem uppreisnarmenn halda. Stjórnin var fljót að kenna uppreisnarmönnum um ódæðið en gat ekki útskýrt hvernig ríkisfjölmiðlar gátu varað vinveitt þorp í nágrenninu við yfirvofandi efnavopnaárás, með sólarhrings fyrirvara. Í rúminu, síðasta kvöldið í dalnum, hugsaði ég um allt það fólk sem ég hafði hitt, endurskoðandann, vínbóndann og manninn hennar, ljóðskáldið og ljósmyndarann án myndavéla. Þær hurfu þegar húsið hans sprakk í Aleppo. Öll börnin, sem hafa alla framtíðina fyrir sér, en samt sem áður enga framtíð. Konuna með fimm börn en engan maka. Kraftmikla manninn sem ásamt tíu ára dóttur sinni, laskaðri á fæti eftir stríðið, brenna saman jörð og leir og búa til múrsteina til að útbúa skjól fyrir vini og vandamenn. Svíar hafa sýnt manndóm og mannúð og veitt 26 þúsund Sýrlendingum hæli á síðustu tveimur árum. Hvenær kemur að okkur? Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan. Úr herbergisglugganum ljómaði austurhimininn. Herbergi sex skalf. Sprenging. Helvítis stríð.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira