Sjávarútvegur hverra? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar