Spennandi starf gæti lokkað Kristján út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2014 07:30 Kristján hefur haft góð áhrif á FH-liðið. Vísir/Daníel „Það hefur verið mjög gaman að koma aftur inn í liðið. Þetta er búið að vera ævintýri hjá okkur,“ segir handknattleiksþjálfarinn Kristján Arason en síðan hann kom til þess að aðstoða Einar Andra Einarsson með liðið hefur það heldur betur farið í gang. Eftir dramatíska lokaumferð í deildinni náði FH fjórða sætinu og komst í úrslitakeppnina. Það bjuggust samt ekki margir við því að liðið myndi veita deildarmeisturum Hauka mikla samkeppni enda voru Haukar búnir að skella FH-ingum sex sinnum í röð í vetur. Annað hefur komið á daginn því FH vann fyrstu tvo leiki liðanna. FH fékk aftur á móti fimmtán marka skell í síðasta leik en fær tækifæri á heimavelli í kvöld til þess að tryggja sig inn í lokaúrslitin. „Við vorum með sautján tæknifeila í síðasta leik og það er svona tíu of mikið. Þeir fá líka tólf hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Það gekk lítið upp. Haukarnir spiluðu samt mjög vel, ég tek það ekki af þeim,“ segir Kristján.Sjálfstraustið var farið Þegar hann kom inn í liðið var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að FH væri á leið í úrslitakeppnina. „Það var þannig ástand þarna að ég gat ekki skorast undan áskoruninni. Ég var ekkert á leið í boltann þegar þetta kom upp. Sólarhring eftir að hringt var í mig var þetta ákveðið. Mér, Einari og Elvari tókst síðan að koma tiltrú í strákana. Það var búin að vera löng taphrina og sjálfstraustið var farið,“ segir Kristján en óraði hann fyrir því að FH-liðið myndi mæta eins öflugt í rimmuna við Haukana og raunin er? „Ég er nú ansi reynslumikill og veit að liðin sem lenda í fyrsta og öðru sæti geta mætt svolítið værukær til leiks. Ég hef lent í því þrisvar sjálfur á mínum ferli. Það gerðist hjá Haukunum. Við lögðum mikla vinnu í að greina þá og náðum að loka á það sem hafði gengið upp hjá þeim gegn okkur. Þá kom ákveðið ráðleysi hjá þeim sem við gátum nýtt okkur.“FH-ingar eru einum sigri frá lokaúrslitunum.Vísir/DaníelÚrslitaleikur fyrir okkur Kristján segir að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í öðrum leiknum en þar hafi FH samt haft sigur. Áður hefur verið minnst á þriðja leikinn. Hvað með þetta viðkvæma sjálfstraust hjá FH-liðinu fyrir leikinn í kvöld? „Ég hafði smá áhyggjur af því strax eftir þriðja leikinn. Við fórum strax að vinna í þeim málum og ég er sannfærður um að strákarnir mæta til leiks með allt öðru hugarfari núna. Við stillum leiknum upp sem úrslitaleik enda okkar heimaleikur og gott tækifæri til þess að klára rimmuna fyrir framan fullt hús af fólki. Haukarnir eru með frábært lið og við verðum að eiga toppleik til þess að klára þá. Það tekst vonandi með góðum stuðningi.“ Þegar FH varð Íslandsmeistari árið 2011 var Kristján þjálfari liðsins og það lék hörkuvarnarleik. Hann hefur einmitt orðið mun sterkari síðan Kristján kom inn í þjálfarateymið. „Þeir höfðu verið að spila þessa 6/0-vörn en ég breytti nokkrum atriðum sem snúa meira að liðunum sem við erum að mæta. Það hefur gefið góða raun allt fram að síðasta leik gegn Haukunum. Þegar við fáum síðan fimmtán varða bolta eða meira þá vinnum við. Það var sorglegt síðast að byrja með fína markvörslu en sóknarleikurinn fylgdi ekki eftir.“Kristján ræðir við sína menn.Vísir/DaníelMyndi skoða atvinnuþjálfarann Þó að Kristján sé ekki búinn að vera aðalþjálfari um tíma þá hefur hann verið að þjálfa unglingalandslið. Hvað með framhaldið? Hefur hann hug á að þjálfa aftur af fullum krafti? „Þetta er mjög bindandi starf og hefur ekki hentað þegar maður vinnur á fullu því maður vill gera þetta vel. Ég er svo heppinn að vera á milli starfa núna og hef því tíma. Þá er gaman að stúdera. Eina sem ég myndi skoða væri atvinnuþjálfari en það yrði að vera mjög spennandi til þess að ég skoðaði það af alvöru,“ segir Kristján en hann hefur síðustu ár verið orðaður við lið úti í Evrópu. „Undanfarin ár hefur alltaf eitthvað komið upp á og að sama skapi eitthvað orðið til þess að ég afþakkaði. Það var allt frá Bundesligu-liðum og í önnur lönd. Þá hentaði mér ekki að fara út. Ég er ekki að skoða neitt af neinni alvöru í augnablikinu. Ef eitthvað kemur þá verður væntanlega haldinn fjölskyldufundur.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Það hefur verið mjög gaman að koma aftur inn í liðið. Þetta er búið að vera ævintýri hjá okkur,“ segir handknattleiksþjálfarinn Kristján Arason en síðan hann kom til þess að aðstoða Einar Andra Einarsson með liðið hefur það heldur betur farið í gang. Eftir dramatíska lokaumferð í deildinni náði FH fjórða sætinu og komst í úrslitakeppnina. Það bjuggust samt ekki margir við því að liðið myndi veita deildarmeisturum Hauka mikla samkeppni enda voru Haukar búnir að skella FH-ingum sex sinnum í röð í vetur. Annað hefur komið á daginn því FH vann fyrstu tvo leiki liðanna. FH fékk aftur á móti fimmtán marka skell í síðasta leik en fær tækifæri á heimavelli í kvöld til þess að tryggja sig inn í lokaúrslitin. „Við vorum með sautján tæknifeila í síðasta leik og það er svona tíu of mikið. Þeir fá líka tólf hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Það gekk lítið upp. Haukarnir spiluðu samt mjög vel, ég tek það ekki af þeim,“ segir Kristján.Sjálfstraustið var farið Þegar hann kom inn í liðið var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að FH væri á leið í úrslitakeppnina. „Það var þannig ástand þarna að ég gat ekki skorast undan áskoruninni. Ég var ekkert á leið í boltann þegar þetta kom upp. Sólarhring eftir að hringt var í mig var þetta ákveðið. Mér, Einari og Elvari tókst síðan að koma tiltrú í strákana. Það var búin að vera löng taphrina og sjálfstraustið var farið,“ segir Kristján en óraði hann fyrir því að FH-liðið myndi mæta eins öflugt í rimmuna við Haukana og raunin er? „Ég er nú ansi reynslumikill og veit að liðin sem lenda í fyrsta og öðru sæti geta mætt svolítið værukær til leiks. Ég hef lent í því þrisvar sjálfur á mínum ferli. Það gerðist hjá Haukunum. Við lögðum mikla vinnu í að greina þá og náðum að loka á það sem hafði gengið upp hjá þeim gegn okkur. Þá kom ákveðið ráðleysi hjá þeim sem við gátum nýtt okkur.“FH-ingar eru einum sigri frá lokaúrslitunum.Vísir/DaníelÚrslitaleikur fyrir okkur Kristján segir að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í öðrum leiknum en þar hafi FH samt haft sigur. Áður hefur verið minnst á þriðja leikinn. Hvað með þetta viðkvæma sjálfstraust hjá FH-liðinu fyrir leikinn í kvöld? „Ég hafði smá áhyggjur af því strax eftir þriðja leikinn. Við fórum strax að vinna í þeim málum og ég er sannfærður um að strákarnir mæta til leiks með allt öðru hugarfari núna. Við stillum leiknum upp sem úrslitaleik enda okkar heimaleikur og gott tækifæri til þess að klára rimmuna fyrir framan fullt hús af fólki. Haukarnir eru með frábært lið og við verðum að eiga toppleik til þess að klára þá. Það tekst vonandi með góðum stuðningi.“ Þegar FH varð Íslandsmeistari árið 2011 var Kristján þjálfari liðsins og það lék hörkuvarnarleik. Hann hefur einmitt orðið mun sterkari síðan Kristján kom inn í þjálfarateymið. „Þeir höfðu verið að spila þessa 6/0-vörn en ég breytti nokkrum atriðum sem snúa meira að liðunum sem við erum að mæta. Það hefur gefið góða raun allt fram að síðasta leik gegn Haukunum. Þegar við fáum síðan fimmtán varða bolta eða meira þá vinnum við. Það var sorglegt síðast að byrja með fína markvörslu en sóknarleikurinn fylgdi ekki eftir.“Kristján ræðir við sína menn.Vísir/DaníelMyndi skoða atvinnuþjálfarann Þó að Kristján sé ekki búinn að vera aðalþjálfari um tíma þá hefur hann verið að þjálfa unglingalandslið. Hvað með framhaldið? Hefur hann hug á að þjálfa aftur af fullum krafti? „Þetta er mjög bindandi starf og hefur ekki hentað þegar maður vinnur á fullu því maður vill gera þetta vel. Ég er svo heppinn að vera á milli starfa núna og hef því tíma. Þá er gaman að stúdera. Eina sem ég myndi skoða væri atvinnuþjálfari en það yrði að vera mjög spennandi til þess að ég skoðaði það af alvöru,“ segir Kristján en hann hefur síðustu ár verið orðaður við lið úti í Evrópu. „Undanfarin ár hefur alltaf eitthvað komið upp á og að sama skapi eitthvað orðið til þess að ég afþakkaði. Það var allt frá Bundesligu-liðum og í önnur lönd. Þá hentaði mér ekki að fara út. Ég er ekki að skoða neitt af neinni alvöru í augnablikinu. Ef eitthvað kemur þá verður væntanlega haldinn fjölskyldufundur.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita