Listi yfir Íslendinga í skattaskjóli afhentur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2014 09:12 Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. NORDICPHOTOS/AFP Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira