Sýndu ekki Keflavíkurhjartað sem ég vildi sjá Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2014 06:00 Farinn. Andy Johnston þjálfar Keflavík ekki næsta vetur. Fréttablaðið/Daníel „Andy vildi ekki vera annað tímabil en ég held það sé bara best að hann svari því sjálfur af hverju það er.,“ segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um bandaríska þjálfarann Andy Johnston sem yfirgaf félagið eftir tímabilið. Johnston samdi til tveggja ára síðasta sumar en en eins og tíðkast var hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. „Við vorum ekkert búnir að taka ákvörðun okkar megin þar sem hann var fyrri til. Við vorum ennþá að jafna okkur á sjokkinu þegar hann tók þessa ákvörðun. Sjokkið sem Falur talar um er hörmungin sem Keflavík gekk í gegnum undir lok tímabilsins. Eftir frábæra frammistöðu á fyrri parti tímabils þar sem allt gekk upp hrundi spilamennska bæði kvenna- og karlaliðsins. Það náði svo hámarki í úrslitakeppninni þar sem báðum liðum var sópað út í fyrstu umferð. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður og var alveg rosalega skrítið því það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að við vorum að spila um efsta sætið við KR og þangað til við erum dottnir út, 3-0,“ segir Falur. Háværir orðrómar voru uppi um að leikmenn Keflavíkur væru orðnir verulega þreyttir á Johnston en Falur vísar því á bug. „Nei, ég upplifði það ekki þannig. Svo er ég ekki hrifinn af orðinu á götunni. Það væri fásinna að segja þetta væri einhver einn hlutur sem gerðist. Það sem gerðist var samspil margra þátta.“ Falur var engu að síður óánægður með karlaliðið og hvernig það lét liðið í sjöunda sæti sópa sér í sumarfrí. „Þetta lið sýndi ekki það Keflavíkurhjarta sem ég og fleiri hefðum viljað sjá,“ segir Falur en leit að nýjum þjálfara er hafin. „Hún er farin í gang en það er ekkert meira en það.“ Eftir það sem gerðist með Johnston, kemur til greina að ráða annan útlending eða mann sem stendur fyrir utan félagið? „Það hlýtur allt að koma til greina. Allt annað væri vitleysa segi ég. En við erum bara ekki komnir svo langt,“ segir Falur. Aðspurður að lokum hvort tilraunin með Johnston hafi verið mistök segir Falur svo ekki vera. „Mér finnst það ekki. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.“ Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fleiri fréttir Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira
„Andy vildi ekki vera annað tímabil en ég held það sé bara best að hann svari því sjálfur af hverju það er.,“ segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um bandaríska þjálfarann Andy Johnston sem yfirgaf félagið eftir tímabilið. Johnston samdi til tveggja ára síðasta sumar en en eins og tíðkast var hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. „Við vorum ekkert búnir að taka ákvörðun okkar megin þar sem hann var fyrri til. Við vorum ennþá að jafna okkur á sjokkinu þegar hann tók þessa ákvörðun. Sjokkið sem Falur talar um er hörmungin sem Keflavík gekk í gegnum undir lok tímabilsins. Eftir frábæra frammistöðu á fyrri parti tímabils þar sem allt gekk upp hrundi spilamennska bæði kvenna- og karlaliðsins. Það náði svo hámarki í úrslitakeppninni þar sem báðum liðum var sópað út í fyrstu umferð. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður og var alveg rosalega skrítið því það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að við vorum að spila um efsta sætið við KR og þangað til við erum dottnir út, 3-0,“ segir Falur. Háværir orðrómar voru uppi um að leikmenn Keflavíkur væru orðnir verulega þreyttir á Johnston en Falur vísar því á bug. „Nei, ég upplifði það ekki þannig. Svo er ég ekki hrifinn af orðinu á götunni. Það væri fásinna að segja þetta væri einhver einn hlutur sem gerðist. Það sem gerðist var samspil margra þátta.“ Falur var engu að síður óánægður með karlaliðið og hvernig það lét liðið í sjöunda sæti sópa sér í sumarfrí. „Þetta lið sýndi ekki það Keflavíkurhjarta sem ég og fleiri hefðum viljað sjá,“ segir Falur en leit að nýjum þjálfara er hafin. „Hún er farin í gang en það er ekkert meira en það.“ Eftir það sem gerðist með Johnston, kemur til greina að ráða annan útlending eða mann sem stendur fyrir utan félagið? „Það hlýtur allt að koma til greina. Allt annað væri vitleysa segi ég. En við erum bara ekki komnir svo langt,“ segir Falur. Aðspurður að lokum hvort tilraunin með Johnston hafi verið mistök segir Falur svo ekki vera. „Mér finnst það ekki. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.“
Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fleiri fréttir Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira