Aðildarviðræður og náttúruverndarhagsmunir Árni Finnsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Sjá meira
Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun