Birgir Leifur heldur með Evrópumönnum á Masters Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 06:30 Vinnur Henrik Stenson óvæntan sigur á Masters? Fréttablaðið/Getty „Þetta er örugglega vinsælasta mótið af þeim fjórum stóru í áhorfi. Það er alltaf spilað á sama vellinum og mikil hefð hefur myndast í kringum mótið,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, fremsti kylfingur þjóðarinnar, um Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíuríku í dag. Birgir Leifur er einn af þeim sem lýsa mótinu í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sýnt verður beint frá öllum fjórum dögunum. Hann er eðlilega spenntur fyrir mótinu enda oft mikil dramatík í boði á Augusta. „Fólk sér alltaf sömu holurnar og sömu pinnana og tengir við þetta mót. Svo eru staðir eins og Amen-hornið sem er mjög frægt og alltaf eitthvað sem gerist þar. Menn bíða alltaf spenntir eftir síðustu níu holunum á lokahringnum því það er oft mikil dramatík í gangi. Þetta snýst um að halda sér í formi allan tímann,“ segir Birgir Leifur. Norður-Írinn Rory McIlroy er talinn sigurstranglegastur fyrir mótið þar sem Tiger Woods er ekki á meðal keppenda í fyrsta skiptið í 20 ár. „Þessi völlur hentar Rory vel ef hann nær pútternum í gang. Hann er samt ekki búinn að vera að pútta vel að undanförnu. Jason Day líður líka vel á þessum velli og er búinn að lenda nokkrum sinnum í öðru sæti. Hann vill slá frá hægri til vinstri og því er völlurinn góður fyrir Day,“ segir Birgir Leifur, sem býður sjálfur upp á óvænta en skemmtilega spá fyrir mótið. „Ég vil sjá Evrópumenn gera það gott: Justin Rose, Lee Westwood eða Luke Donald, Ef pútterinn verður heitur hjá Henrik Stensson spái ég honum sigri. Hann verður fyrsti Svíinn til að vinna risamót. Stenson verður minn maður um helgina,“ segir Birgir Leifur léttur að lokum. Golf Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira
„Þetta er örugglega vinsælasta mótið af þeim fjórum stóru í áhorfi. Það er alltaf spilað á sama vellinum og mikil hefð hefur myndast í kringum mótið,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, fremsti kylfingur þjóðarinnar, um Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíuríku í dag. Birgir Leifur er einn af þeim sem lýsa mótinu í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sýnt verður beint frá öllum fjórum dögunum. Hann er eðlilega spenntur fyrir mótinu enda oft mikil dramatík í boði á Augusta. „Fólk sér alltaf sömu holurnar og sömu pinnana og tengir við þetta mót. Svo eru staðir eins og Amen-hornið sem er mjög frægt og alltaf eitthvað sem gerist þar. Menn bíða alltaf spenntir eftir síðustu níu holunum á lokahringnum því það er oft mikil dramatík í gangi. Þetta snýst um að halda sér í formi allan tímann,“ segir Birgir Leifur. Norður-Írinn Rory McIlroy er talinn sigurstranglegastur fyrir mótið þar sem Tiger Woods er ekki á meðal keppenda í fyrsta skiptið í 20 ár. „Þessi völlur hentar Rory vel ef hann nær pútternum í gang. Hann er samt ekki búinn að vera að pútta vel að undanförnu. Jason Day líður líka vel á þessum velli og er búinn að lenda nokkrum sinnum í öðru sæti. Hann vill slá frá hægri til vinstri og því er völlurinn góður fyrir Day,“ segir Birgir Leifur, sem býður sjálfur upp á óvænta en skemmtilega spá fyrir mótið. „Ég vil sjá Evrópumenn gera það gott: Justin Rose, Lee Westwood eða Luke Donald, Ef pútterinn verður heitur hjá Henrik Stensson spái ég honum sigri. Hann verður fyrsti Svíinn til að vinna risamót. Stenson verður minn maður um helgina,“ segir Birgir Leifur léttur að lokum.
Golf Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira