Ólsen-ólsen upp á peninga Mikael Torfason skrifar 7. apríl 2014 06:00 Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun