Er nauðsynlegt að skjóta þá? Mikael Torfason skrifar 24. mars 2014 06:00 Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun