Verslunarráð Íslands í Japan fagnar þingsályktunartillögu Össurar Skarphéðinssonar um að hefja undirbúning að gerð fríverslunarsamnings við Japan. Það hvetur til þverpólitískrar samstöðu um áframhaldandi fríverslunarviðræður.
Í tilkynningu frá ráðinu segir að japönsk stjórnvöld leggi nú meiri áherslu á samstarf við Ísland, líkt og sjáist á fyrirhugaðri stækkun sendiráðs Japans á Íslandi og heimsókn Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans, til Íslands í fyrra.
Fagna tillögu Össurar
