Ómöguleikhúsið Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar