Þrennuveturinn mikli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 06:00 Emil Barja, Pavel Ermolinskij og Matthías Orri Sigurðarson. Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð. Dominos-deild karla Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð.
Dominos-deild karla Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira