Blekkingin um verðtrygginguna afhjúpuð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. mars 2014 06:00 Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun