Aron Einar: Vonandi fáum við stuðning út á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Vísir/Getty „Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
„Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15
Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30