Formaður KKÍ: Þetta er ekki eðlileg staða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2014 07:00 Hannes S. Jónsson sinnir tveimur aðalstörfunum hjá KKÍ. Vísir/Stefán „Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira