Patrekur: Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson og Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Patrekur Jóhannesson sést hér með Petr Baumruk eftir úrslitaleikinn í Höllinni á Laugardaginn. Baumruk vann marga titla með Haukum. Vísir/Daníel „Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR. Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni