Patrekur: Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson og Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Patrekur Jóhannesson sést hér með Petr Baumruk eftir úrslitaleikinn í Höllinni á Laugardaginn. Baumruk vann marga titla með Haukum. Vísir/Daníel „Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
„Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira