Dansleikur hjónabandsráðgjafans Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 3. mars 2014 10:00 Ólafía Hrönn "Í uppsetningunni er keyrt á fyndnar eigindir textans og þar er Ólafía Hrönn Jónsdóttir á heimavelli.“ Mynd/Þjóðleikhúsið Leiklist: Svanir skilja ekki Þjóðleikhúsið - Kassinn Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir Leikstjórn: Charlotte Böving Tónlist og hljóðmynd:Ragnhildur Gísladóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Sviðshreyfingar: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Astoðarleikstjóri: Benedikt Erlingsson Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hennar annað sem sett er upp, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Auður Ava er frábær skáldsagnahöfundur. Þar hefur henni tekist sérlega vel upp ekki síst við byggingu verka sinna. Þau eru nákvæm eins og vönduð brúarsmíð. Eitt höfundareinkenna hennar er að leika sér með frásagnarháttinn: Mörk milli persóna, sögumanns og höfundar eru brotin. Þessi höfundareinkenni er að finna í Svanir skilja ekki, en spyrja má hvort Auður Ava sé eins fótviss í dramatíkinni og epíkinni? Leikritið fjallar um hjón sem leita til ráðgjafa vegna vandræða sem þau eiga í með son sinn. Þetta eru sérkennilegar forsendur og meðferðin snýst, svona fremur óvænt, upp í hjónabandsráðgjöf og afleggjarinn sonurinn verður afgangsstærð. Ráðgjafinn beitir óhefðbundnum aðferðum í meðferðinni svo sem dansþerapíu og verður hin miðlæga fígúra sem ráðskast með hjónin – svona rétt eins og höfundur með persónur sínar. Ráðgjafinn reynist sem sagt hið mesta furðuverk, hálfgerður trúður. Allt er þetta fremur ruglingslegt og áhorfandinn er óhjákvæmilega settur í þá stöðu að reyna að ráða í merkingu þessara ólíkindaláta. Ekki leiðinleg staða að vera í en krefjandi. Áhorfandinn hefur um nóg að hugsa en púsluspilið gengur illa upp. Enda sambönd merkilega órökrétt, þau snúast kannski ekki um að komast að niðurstöðu. Einhverju sinni skiptu hjónin um hlutverk, hann fór í kjól og hún í jakka án þess að nokkuð væri gert með það í sjálfu sér. Fleiri lausa enda mætti nefna. Margslunginn efniviðurinn reynist leiksviðinu erfiður. Ef inntakið er þversagnir sem ekki ganga upp, þær sem gera okkur mannleg, má segja að það takist. Þeir sem leita eftir því að allt komi heim og saman verða pirraðir. En, ekki er allt sem sýnist. Með afhjúpandi endalokum, ekkert endilega svo frumlegum og ættu kannski betur heima í smásögu en leikriti, er fótunum sparkað undan öllum slíkum vangaveltum. Í uppsetningunni er keyrt á fyndnar eigindir textans og þar er Ólafía Hrönn Jónsdóttir á heimavelli; snillingur hins kómíska. Hún fer sem slík á kostum og Margrét Vilhjálmsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson eru mjög góð í hlutverkum hjónanna sem tala í kross og finna hvort annað með því að fjarlægjast. Enn ein mótsögnin sem ráðgjafinn stendur svo ráðþrota frammi fyrir. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir semur sviðshreyfingarnar, danskennsluna sem ráðgjafinn leggur til og er það við tónlist Ragnhildar Gísladóttur. Bráðskemmtileg tónlist og bráðskemmtileg atriði. Kóreógrafían, dansinn og tónlistin minnti mig á David Byrne og ekki leiðum að líkjast. Ekki er ólíklegt að ætla að tempó sýningar þéttist svo eftir því sem á sýningartímann líður, og væri það til bóta. Leikmyndin er á flekum sem leikarar léku sér með á sviðinu, hugvitsamlega byggð en stundum flæktist hún meira fyrir en að þjóna hlutverki sínu. Leikstjórinn Charlotte Böving gerir sér mat úr kómíkinni en spurning hvort það yfirskyggi aðrar eigindir svo sem það að rýna með markvissari hætti í umfjöllunarefnið – hið stórmerkilega fyrirbæri sem er hjónabandið? Í einu besta atriði verksins er ramminn brotinn á mjög svo snjallan máta; persónurnar höfðu að ráði ráðgjafans farið á leikrit og breytast óvænt í gagnrýnendur verks sem er speglun þess sem áhorfendur Svana sem ekki skilja höfðu verið að fylgjast með. Þau lýsa leiknum fyrir ráðgjafanum og gefa því þrjár stjörnur. Það er þá í takt við annan leik með að splundra römmum að leyfa bara leikhópnum að ráða stjörnugjöfinni.Niðurstaða: Bráðfyndin og skemmtileg sýning en efnið reynist áhorfandanum erfið gáta. Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Svanir skilja ekki Þjóðleikhúsið - Kassinn Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir Leikstjórn: Charlotte Böving Tónlist og hljóðmynd:Ragnhildur Gísladóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Sviðshreyfingar: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Astoðarleikstjóri: Benedikt Erlingsson Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hennar annað sem sett er upp, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Auður Ava er frábær skáldsagnahöfundur. Þar hefur henni tekist sérlega vel upp ekki síst við byggingu verka sinna. Þau eru nákvæm eins og vönduð brúarsmíð. Eitt höfundareinkenna hennar er að leika sér með frásagnarháttinn: Mörk milli persóna, sögumanns og höfundar eru brotin. Þessi höfundareinkenni er að finna í Svanir skilja ekki, en spyrja má hvort Auður Ava sé eins fótviss í dramatíkinni og epíkinni? Leikritið fjallar um hjón sem leita til ráðgjafa vegna vandræða sem þau eiga í með son sinn. Þetta eru sérkennilegar forsendur og meðferðin snýst, svona fremur óvænt, upp í hjónabandsráðgjöf og afleggjarinn sonurinn verður afgangsstærð. Ráðgjafinn beitir óhefðbundnum aðferðum í meðferðinni svo sem dansþerapíu og verður hin miðlæga fígúra sem ráðskast með hjónin – svona rétt eins og höfundur með persónur sínar. Ráðgjafinn reynist sem sagt hið mesta furðuverk, hálfgerður trúður. Allt er þetta fremur ruglingslegt og áhorfandinn er óhjákvæmilega settur í þá stöðu að reyna að ráða í merkingu þessara ólíkindaláta. Ekki leiðinleg staða að vera í en krefjandi. Áhorfandinn hefur um nóg að hugsa en púsluspilið gengur illa upp. Enda sambönd merkilega órökrétt, þau snúast kannski ekki um að komast að niðurstöðu. Einhverju sinni skiptu hjónin um hlutverk, hann fór í kjól og hún í jakka án þess að nokkuð væri gert með það í sjálfu sér. Fleiri lausa enda mætti nefna. Margslunginn efniviðurinn reynist leiksviðinu erfiður. Ef inntakið er þversagnir sem ekki ganga upp, þær sem gera okkur mannleg, má segja að það takist. Þeir sem leita eftir því að allt komi heim og saman verða pirraðir. En, ekki er allt sem sýnist. Með afhjúpandi endalokum, ekkert endilega svo frumlegum og ættu kannski betur heima í smásögu en leikriti, er fótunum sparkað undan öllum slíkum vangaveltum. Í uppsetningunni er keyrt á fyndnar eigindir textans og þar er Ólafía Hrönn Jónsdóttir á heimavelli; snillingur hins kómíska. Hún fer sem slík á kostum og Margrét Vilhjálmsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson eru mjög góð í hlutverkum hjónanna sem tala í kross og finna hvort annað með því að fjarlægjast. Enn ein mótsögnin sem ráðgjafinn stendur svo ráðþrota frammi fyrir. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir semur sviðshreyfingarnar, danskennsluna sem ráðgjafinn leggur til og er það við tónlist Ragnhildar Gísladóttur. Bráðskemmtileg tónlist og bráðskemmtileg atriði. Kóreógrafían, dansinn og tónlistin minnti mig á David Byrne og ekki leiðum að líkjast. Ekki er ólíklegt að ætla að tempó sýningar þéttist svo eftir því sem á sýningartímann líður, og væri það til bóta. Leikmyndin er á flekum sem leikarar léku sér með á sviðinu, hugvitsamlega byggð en stundum flæktist hún meira fyrir en að þjóna hlutverki sínu. Leikstjórinn Charlotte Böving gerir sér mat úr kómíkinni en spurning hvort það yfirskyggi aðrar eigindir svo sem það að rýna með markvissari hætti í umfjöllunarefnið – hið stórmerkilega fyrirbæri sem er hjónabandið? Í einu besta atriði verksins er ramminn brotinn á mjög svo snjallan máta; persónurnar höfðu að ráði ráðgjafans farið á leikrit og breytast óvænt í gagnrýnendur verks sem er speglun þess sem áhorfendur Svana sem ekki skilja höfðu verið að fylgjast með. Þau lýsa leiknum fyrir ráðgjafanum og gefa því þrjár stjörnur. Það er þá í takt við annan leik með að splundra römmum að leyfa bara leikhópnum að ráða stjörnugjöfinni.Niðurstaða: Bráðfyndin og skemmtileg sýning en efnið reynist áhorfandanum erfið gáta.
Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira