Tækifæri VG Haraldur Ólafsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Vorið 2011 lögðu 15 þingmenn VG fram á Alþingi ályktun um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Ályktunin var studd margvíslegum rökum þar sem sagði að Ísland gumi af því að vera herlaust og friðsamt land og að það sé brýnt að Ísland sýni í verki að það sé sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Undanfarin ár hefur íslenska ríkið verið í ferli sem miðar að því að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu svo vitnað sé orðrétt í sáttmála sambandsins um stöðu íbúa þess. Það er samband sem byggt er á sáttmála um vígbúnað og hervæðingu. Þar starfar þing sem reyndar er valdaminna en nafnið gefur til kynna, en það hefur ályktað með miklum meirihluta um stofnun Evrópuhers. Þegnskapur í slíku sambandi gengur lengra í þá átt að flækja Íslendinga í hernaðarvél stórvelda en aðild íslenska ríkisins að Atlantshafsbandalaginu hefur nokkurn tímann gert. Ekki náðist að greiða atkvæði um ályktunina um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu svo segja má að þingmennirnir hafi ekki fengið fullt tækifæri til að sýna að hugur fylgdi máli. En nú er lag. Þingmenn VG fá nú kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum sínum og þjóðinni allri hvort þeir vilji stöðva ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Varla láta þeir það sér úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2011 lögðu 15 þingmenn VG fram á Alþingi ályktun um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Ályktunin var studd margvíslegum rökum þar sem sagði að Ísland gumi af því að vera herlaust og friðsamt land og að það sé brýnt að Ísland sýni í verki að það sé sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Undanfarin ár hefur íslenska ríkið verið í ferli sem miðar að því að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu svo vitnað sé orðrétt í sáttmála sambandsins um stöðu íbúa þess. Það er samband sem byggt er á sáttmála um vígbúnað og hervæðingu. Þar starfar þing sem reyndar er valdaminna en nafnið gefur til kynna, en það hefur ályktað með miklum meirihluta um stofnun Evrópuhers. Þegnskapur í slíku sambandi gengur lengra í þá átt að flækja Íslendinga í hernaðarvél stórvelda en aðild íslenska ríkisins að Atlantshafsbandalaginu hefur nokkurn tímann gert. Ekki náðist að greiða atkvæði um ályktunina um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu svo segja má að þingmennirnir hafi ekki fengið fullt tækifæri til að sýna að hugur fylgdi máli. En nú er lag. Þingmenn VG fá nú kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum sínum og þjóðinni allri hvort þeir vilji stöðva ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Varla láta þeir það sér úr greipum ganga.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar