Sú yngsta er pollróleg fyrir frumraun á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Helga María keppir í dag. Mynd/Aðsend „Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
„Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira