Ég er bara normið Vera Vonder Sölvadóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun