Öqvist: Það var frábært að þjálfa þessa stráka Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2014 07:00 Peter Öqvist er orðaður við sænska landsliðsþjálfarastarfið Vísir/Stefán „Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira
„Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira