Öflugra og fjölbreyttara atvinnusvæði Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar