Áskoranir í menntamálum Skúli Helgason skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun