Lífhagkerfið – dýrmæt auðlind Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Ísland er með formennsku í samstarfi Norðurlandanna árið 2014. Samkvæmt venju hafa verið skipulögð ákveðin formennskuverkefni og hafa þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, sameinast um framkvæmd forgangsverkefnis sem kallað er Norræna lífhagkerfið og fengið hefur vinnuheitið NordBio. Verkefninu er ætlað að standa yfir í þrjú ár. Í dag boðar íslenska verkefnisstjórnin til opnunarfundar um NordBio í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Þar munu koma saman um 100 manns frá Norðurlöndunum, að meðtöldum sjálfstjórnarsvæðum, og ræða framkvæmd verkefnisins. Í NordBio endurspeglast norræn samvinna eins og hún gerist metnaðarfyllst. Verkefnið sameinar krafta sérfræðinga, stofnana og fyrirtækja sem starfa á sviði lífrænna auðlinda. Því er ætlað styrkja norrænt atvinnulíf og bæta umhverfislegan, hagrænan og félagslegan afrakstur af nýtingu auðlinda úr lífríkinu, bæði til lands og sjávar. Þá er því einnig ætlað að styrkja byggðaþróun, þekkingarlegan grunn að stefnumörkun í atvinnulífinu og umhverfismálum með því að efla samstarf á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar í lífhagkerfinu. NordBio er ennfremur ætlað að leggja bættan grunn að orkuvinnslu, fæðuöryggi og lýðheilsu og opna norrænni framleiðslu aðgang að mörkuðum sem komi til góða vaxandi fólksfjölda í heiminum. Hugmyndafræðin bak við NordBio-verkefnið tengist vel við opinbera stefnumótun íslenskra stjórnvalda, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Byggðaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Ljóst er að lífrænar auðlindir eru ein helsta undirstaða velferðar á Íslandi sem og hjá hinum norrænu ríkjunum. Mikil verðmæti eru falin í lífrænum auðlindum landanna og löndin hafa góðar forsendur til að ryðja brautina í varðveislu og bættri nýtingu þeirra og er verkefninu meðal annars ætlað að tryggja Norðurlöndunum leiðandi hlutverk á þessu sviði. Til marks um áhuga annarra þjóða á verkefninu má nefna að samtök á vegum Breska samveldisins munu eiga áheyrnarfulltrúa á fundinum. Það er von mín að formennska Íslands á þessum vettvangi verði til þess að opna augu fólks fyrir þessari miklu og dýrmætu auðlind, sem lífhagkerfið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ísland er með formennsku í samstarfi Norðurlandanna árið 2014. Samkvæmt venju hafa verið skipulögð ákveðin formennskuverkefni og hafa þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, sameinast um framkvæmd forgangsverkefnis sem kallað er Norræna lífhagkerfið og fengið hefur vinnuheitið NordBio. Verkefninu er ætlað að standa yfir í þrjú ár. Í dag boðar íslenska verkefnisstjórnin til opnunarfundar um NordBio í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Þar munu koma saman um 100 manns frá Norðurlöndunum, að meðtöldum sjálfstjórnarsvæðum, og ræða framkvæmd verkefnisins. Í NordBio endurspeglast norræn samvinna eins og hún gerist metnaðarfyllst. Verkefnið sameinar krafta sérfræðinga, stofnana og fyrirtækja sem starfa á sviði lífrænna auðlinda. Því er ætlað styrkja norrænt atvinnulíf og bæta umhverfislegan, hagrænan og félagslegan afrakstur af nýtingu auðlinda úr lífríkinu, bæði til lands og sjávar. Þá er því einnig ætlað að styrkja byggðaþróun, þekkingarlegan grunn að stefnumörkun í atvinnulífinu og umhverfismálum með því að efla samstarf á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar í lífhagkerfinu. NordBio er ennfremur ætlað að leggja bættan grunn að orkuvinnslu, fæðuöryggi og lýðheilsu og opna norrænni framleiðslu aðgang að mörkuðum sem komi til góða vaxandi fólksfjölda í heiminum. Hugmyndafræðin bak við NordBio-verkefnið tengist vel við opinbera stefnumótun íslenskra stjórnvalda, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Byggðaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Ljóst er að lífrænar auðlindir eru ein helsta undirstaða velferðar á Íslandi sem og hjá hinum norrænu ríkjunum. Mikil verðmæti eru falin í lífrænum auðlindum landanna og löndin hafa góðar forsendur til að ryðja brautina í varðveislu og bættri nýtingu þeirra og er verkefninu meðal annars ætlað að tryggja Norðurlöndunum leiðandi hlutverk á þessu sviði. Til marks um áhuga annarra þjóða á verkefninu má nefna að samtök á vegum Breska samveldisins munu eiga áheyrnarfulltrúa á fundinum. Það er von mín að formennska Íslands á þessum vettvangi verði til þess að opna augu fólks fyrir þessari miklu og dýrmætu auðlind, sem lífhagkerfið er.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun