Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Vaxandi þrýstingur. Rætt er um að takmarkaðir fjárfestingarkostir í lokuðu haftaumhverfi ýti undir bólumyndun á eignamörkuðum. Lífeyrissjóðir þurfa stöðugt að koma fjármunum "í vinnu“ og leita fjárfestingarkosta þar sem þá er að finna, innan þeirra marka sem lög og reglur setja þeim, hvort sem það er í fyrirtækjum, á fasteignamarkaði eða annars staðar. Vísir/Samsett mynd Viðvarandi gjaldeyrishöft kalla og hafa kallað á margvíslegar aðgerðir samkeppnisyfirvalda, að hluta til vegna aukinnar og sívaxandi hlutdeildar lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja á eignamarkaði. „Það er engum vafa undirorpið að gjaldeyrishöftin og allt sem þeim fylgir er til þess fallið að stuðla að einangrun sem minnkar möguleika á samkeppni erlendis frá og hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Tjón flutt á samfélagiðAlmennt talað segir Páll Gunnar höftin til þess fallin að slæva samkeppni. „Þau draga úr möguleikum nýrra fyrirtækja til að komast inn á markaðinn. Og þau geta skapað erfiðleika við að reisa nógu styrkar stoðir undir þau fyrirtæki sem hér eru starfandi og við höfum síðustu misseri haft miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu íslenskra fyrirtækja á samkeppnismarkaði.“ Skuldum hlaðin fyrirtæki segir Páll ekki líkleg til að vera öflug í samkeppni. „Ef samkeppni er ekki nægilega virk þá þýðir það auðvitað minni framleiðni og hærra verð fyrir neytendur.“ Á meðan þetta ástand varir segir Páll Gunnar að samkeppnisyfirvöld reyni að bregðast við með auknu aðhaldi, líkt og gert hafi verið. „Brot á samkeppnislögum eru aðferð fyrirtækja til að flytja tjón frá sér yfir á viðskiptavini sína og þar með samfélagið.“ Samkeppniseftirlitið hafi því reynt að taka af festu á öllum brotum, bæði misnotkun á markaðsráðandi stöðu og ólögmætu samráði. Því miður hafi eftirlitið þó ekki tök á því að ráðast í öll brýn verkefni á þeim hraða sem helst þurfi, vegna takmarkaðra fjárheimilda.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir viðræður hafa verið í gangi við lífeyrissjóðina um breytta eigendastefnu þeirra í umhverfi gjaldeyrishafta.Fréttablaðið/AntonHætt við óskýru eignarhaldi Eitt af því sem horft hafi verið til undanfarið sé óskýrt eignarhald fyrirtækja. „Frá hruni höfum við verið að fást við eignarhald banka á fyrirtækjum, sem er í eðli sínu mjög óheppilegt frá samkeppnislegu sjónarhorni og höfum verið að setja slíkum yfirtökum skilyrði til þess að þrýsta á sölu og reyna að koma í veg fyrir að rekstur banka á fyrirtækjum skaði samkeppni.“ Páll segir að á sama tíma og bankar hafi verið að minnka eignarhlut sinn í fyrirtækjum hafi lífeyrissjóðir verið að auka mjög við sinn hlut. „Þeir eru mjög stórir fiskar í allt of lítilli tjörn, eða kannski öllu heldur fiskabúri, ekki síst út af gjaldeyrishöftunum.“ Eðlilega þurfi lífeyrissjóðirnir að ávaxta sjóði sína. Aðstæðurnar búi hins vegar til aukna hættu á óskýru eignarhaldi sem geti falist í því að sjóðastýringarfyrirtæki bankanna, með lífeyrissjóðina sem fjárfesta, verði mjög áberandi í eignarhaldi, og eins lífeyrissjóðir beint.Verkefnum hefur fjölgað „Við höfum beint því til lífeyrissjóðanna að þeir hugi sérstaklega að því hvernig þeir komi inn í þetta verkefni, þessa auknu ábyrgð sem þeir taka á atvinnulífinu með þessum hætti.“ Sjóðirnir, segir Páll að, þurfi meðal annars að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja í landinu. „Annars er hætta á að mikilvæg samkeppnisfyrirtæki njóti ekki eigendaaðhalds og þess krafts sem í því getur falist.“ Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu sett skilyrði fyrir nýju eignarhaldi samkeppnislega mikilvægra fyrirtækja, svo sem Skeljungs og hluta fyrirtækjanna sem voru undir Norvik. Páll segir ljóst að álagið á Samkeppniseftirlitið hafi aukist mjög mikið eftir hrun. „Verkefnum þess fjölgaði mjög og brýnar kvartanir fyrirtækja sem telja á sér brotið í samkeppni eru meira áberandi. Viðfangsefnin eru augljóslega fleiri og það stafar af ástandinu eftir hrun, meðal annars gjaldeyrishöftunum og því sem þeim fylgir,“ segir hann.Gunnar Baldvinsson er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.Hvað þola lífeyrissjóðirnir höftin lengi? „Gjaldeyrishöftin takmarka fjárfestingarmöguleika lífeyrissjóðanna og koma í veg fyrir að þeir geti náð fram æskilegri áhættudreifingu með því að fjárfesta í fleiri hagkerfum með mörgum atvinnugreinum og útgefendum,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. „Ef höftin verða viðvarandi getur afleiðingin orðið sú að eignir sjóðanna verða einsleitar og með yfirgnæfandi áhættu á eitt hagkerfi.“ Gunnar segir höftin einnig slæm fyrir atvinnulífið að því leyti að kröfur til útgefanda minnki þegar fjárfestar geti eingöngu valið innlendar fjárfestingar. Það geti leitt til minni framleiðni í hagkerfinu. En þótt höftin auki áhættu í rekstri lífeyrissjóðanna segir Gunnar í sjálfu sér ekki hægt að segja að haftaumhverfið grafi undan framtíðarskuldbindingum þeirra. „Í árslok 2013 voru erlendar eignir rúmlega 20 prósent af eignum sjóðanna en hlutfallið mun lækka á næstu árum verði höftin viðvarandi. Analytica hefur bent á að eftir sjö til átta ár gæti hlutfallið verið nálægt 15 prósentum.“ Spurningunni um hversu lengi lífeyrissjóðirnir þoli gjaldeyrishöftin segir Gunnar ekki hægt að svara. „Sjóðirnir geta þolað höftin mjög lengi og í sjálfu sér til eilífðar,“ segir hann. Höftin takmarki þó getu sjóðanna til áhættudreifingar og komi á löngum tíma til með að draga úr ávöxtun.Stórfiskar í kaupahallarfiskabúri — sex sjóðir eiga í báðum tryggingafélögunum Þegar rennt er yfir nýbirtan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa íslensku félaganna á Aðallista Kauphallarinnar (Nasdaq OMX Iceland) blasir við hvað lífeyrissjóðirnir eru þar miklir þátttakendur, bæði beint og óbeint. Samantekt á hlut þeirra á þessum lista sýnir að sjóðirnir fara með að minnsta kosti 37,4 prósent hlutabréfa þessara félaga. Þegar horft er til markaðsvirðis þessara félaga kemur í ljós að virði eignarhlutar lífeyrissjóðanna nemur rétt rúmum 172 milljörðum króna, af tæplega 507 milljarða virði þessara félaga. Félögin sem um ræðir eru, í röð eftir markaðsvirði, Össur (110,2 milljarða króna virði), Icelandair (98,5 ma.), Marel (94 ma.), Hagar (52,4 ma.), Eimskip (50,7 ma.), VÍS (26,4 ma.), TM (23,2 ma.), Reginn (20,7 ma.), N1 (18,8 ma.), Vodafone (10,3 ma.) og Nýherji (1,5 ma.). Langstærstan hlut eiga lífeyrissjóðir í N1, en á lista yfir 20 stærstu eigendur má sjá að lífeyrissjóðir fara með 60,4 prósent bréfanna. Í ræðu sem Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hélt á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf um miðjan nóvember síðastliðinn, sagði hann ekkert athugavert við að lífeyrissjóðir fjárfestu í fyrirtækjum á samkeppnismörkuðum, enda væri fjárfesting í hlutabréfum hluti af eðlilegu og nauðsynlegu starfi þeirra. „Vandinn liggur hins vegar í gríðarlegu vægi lífeyrissjóðanna í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi atvinnufyrirtækja,“ sagði hann þá. „Niðurstaðan hefur í sumum tilvikum, og mun í fleiri tilvikum verða sú, að fleiri lífeyrissjóðir fari samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum. Þar sem það liggur ekki í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki er eignarhald þeirra, að óbreyttu, almennt áhrifalítið og eigendaaðhald þeirra því óskýrt.“ Í ræðu sinni lagði forstjóri Samkeppniseftirlitsins því til nokkrar reglur sem sjóðirnir gætu starfað eftir, svo sem að þeir ættu að keppa sín á milli um ávöxtunartækifæri og mættu ekki hafa samkeppnishamlandi samstarf um fjárfestingar. „Það er óæskilegt í samkeppnislegu tilliti að lífeyrissjóðir syndi allir sama hringinn í litlu tjörninni. Það getur gert það að verkum að fáir stýra ferðinni og fjölbreytni í fjármögnun verður minni, sem síðan getur haft skaðleg áhrif á fjármögnun framleiðniaukandi verkefna og fyrirtækja.“ Þá ætti lífeyrissjóður ekki að eiga samkeppnislega mikilvægan eignarhlut í fleiri en einum keppinaut á sama markaði. „Hér ber hverjum og einum lífeyrissjóði að stíga varlega til jarðar og hugsa vel sinn gang. Það er nefnilega viðurkennt í heimi samkeppnisvísindanna að það geti skaðað samkeppni ef eignarhlutir í tveimur eða fleiri fyrirtækjum sem keppa á sama eða skyldum markaði eru í eigu sama aðila,“ sagði Páll Gunnar í ræðu sinni. Hvort þetta á við um eignarhluti lífeyrissjóða í tryggingafélögunum tveimur sem skráð eru í Kauphöllina skal ósagt látið. Á listanum yfir 20 stærstu eigendur kemur hins vegar fram að sex sjóðir eiga hlut bæði í Tryggingamiðstöðinni (TM) og Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki eigandi TM með 9,9 prósenta hlut og fimmti stærsti eigandi VÍS með 4,82 prósenta hlut. Reyndar er það þannig að Lífeyrissjóður verslunarmanna, ásamt Sameinaða lífeyrissjóðnum, á hlut í öllum íslensku félögunum á Aðallista Kauphallarinnar. (Svo á sá fyrrnefndi líka í HB Granda sem er á leiðinni á Aðallistann).Lífeyriskerfið að veslast upp vegna aukins álags og gjaldeyrishafta? Fjallað var um stöðu lífeyrissjóðanna í efnahagsritinu Vísbendingu í októberbyrjun síðastliðinni. Þar kom fram að við blasti að hækka þyrfti lífeyristökualdur til þess að bregðast við stöðu lífeyrissjóðanna. Þótt þeir hefðu margir hverjir bætt eignastöðu sína frá hruni væri enn langur vegur frá því að þeir stæðu undir framtíðarskuldbindingum sínum og margir hefðu þegar brugðist við með því að skerða réttindi félaga sinna. Í vetur komst Vísbending að því að heildarhallinn á lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði væri 99 milljarðar, en halli á sjóðum ríkis og sveitarfélaga væri 574 milljarðar króna. Heildarhallinn var því talinn um 673 milljarðar króna. Bent er á að ávöxtun lífeyrissjóða hafi sveiflast mikið á liðnum árum. „Hún var auðvitað neikvæð árið 2008 og hefur ekki verið viðunandi síðan fyrr en árið 2012 þegar raunávöxtun var 7,4 prósent,“ segir í Vísbendingu. Ávöxtunin skili sér þó ekki í jafnmiklum bata og mátt hefði ætla og er enn sögð óviðunandi. Lífslíkur hafi batnað hér á landi og skuldbindingar sjóðanna því aukist um 1,0 til 1,5 prósent. „Á næstu 15 árum mun því álagið á bæði lífeyriskerfið og almannatryggingakerfið aukast ár frá ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru miklar en það mun valda vandræðum þegar að því kemur að selja þær í lokuðu kerfi þar sem allir vilja selja samtímis,“ segir í efnahagsritinu. Haldist hér áfram gjaldeyrishöft og lítill hagvöxtur geti sjóðirnir ekki ávaxtað fé með eðlilegum hætti. Fé þeirra dugi því ekki eins og ráð hafi verið fyrir gert. „Þetta er hluti af þeim vítahring sem Íslendingar kunna að lokast inni í ef engar raunhæfar lausnir finnast á gjaldeyrisvanda þjóðarinnar. Það yrði auðvitað mikið áfall ef kerfi sem byggt hefur verið upp af mikilli framsýni veslast upp,“ segir í Vísbendingu. Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Tveir lífeyrissjóðir eiga í öllum félögum á Aðallista Kauphallarinnar Umsvif lífeyrissjóða í Kauphöll Íslands aukast. Tveir sjóðir eiga í öllum íslenskum félögum á Aðallista Kauphallarinnar. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hvetur til varúðar vegna eignar í samkeppnisrekstri. Sex eiga í báðum tryggingafélögunum. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Viðvarandi gjaldeyrishöft kalla og hafa kallað á margvíslegar aðgerðir samkeppnisyfirvalda, að hluta til vegna aukinnar og sívaxandi hlutdeildar lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja á eignamarkaði. „Það er engum vafa undirorpið að gjaldeyrishöftin og allt sem þeim fylgir er til þess fallið að stuðla að einangrun sem minnkar möguleika á samkeppni erlendis frá og hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Tjón flutt á samfélagiðAlmennt talað segir Páll Gunnar höftin til þess fallin að slæva samkeppni. „Þau draga úr möguleikum nýrra fyrirtækja til að komast inn á markaðinn. Og þau geta skapað erfiðleika við að reisa nógu styrkar stoðir undir þau fyrirtæki sem hér eru starfandi og við höfum síðustu misseri haft miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu íslenskra fyrirtækja á samkeppnismarkaði.“ Skuldum hlaðin fyrirtæki segir Páll ekki líkleg til að vera öflug í samkeppni. „Ef samkeppni er ekki nægilega virk þá þýðir það auðvitað minni framleiðni og hærra verð fyrir neytendur.“ Á meðan þetta ástand varir segir Páll Gunnar að samkeppnisyfirvöld reyni að bregðast við með auknu aðhaldi, líkt og gert hafi verið. „Brot á samkeppnislögum eru aðferð fyrirtækja til að flytja tjón frá sér yfir á viðskiptavini sína og þar með samfélagið.“ Samkeppniseftirlitið hafi því reynt að taka af festu á öllum brotum, bæði misnotkun á markaðsráðandi stöðu og ólögmætu samráði. Því miður hafi eftirlitið þó ekki tök á því að ráðast í öll brýn verkefni á þeim hraða sem helst þurfi, vegna takmarkaðra fjárheimilda.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir viðræður hafa verið í gangi við lífeyrissjóðina um breytta eigendastefnu þeirra í umhverfi gjaldeyrishafta.Fréttablaðið/AntonHætt við óskýru eignarhaldi Eitt af því sem horft hafi verið til undanfarið sé óskýrt eignarhald fyrirtækja. „Frá hruni höfum við verið að fást við eignarhald banka á fyrirtækjum, sem er í eðli sínu mjög óheppilegt frá samkeppnislegu sjónarhorni og höfum verið að setja slíkum yfirtökum skilyrði til þess að þrýsta á sölu og reyna að koma í veg fyrir að rekstur banka á fyrirtækjum skaði samkeppni.“ Páll segir að á sama tíma og bankar hafi verið að minnka eignarhlut sinn í fyrirtækjum hafi lífeyrissjóðir verið að auka mjög við sinn hlut. „Þeir eru mjög stórir fiskar í allt of lítilli tjörn, eða kannski öllu heldur fiskabúri, ekki síst út af gjaldeyrishöftunum.“ Eðlilega þurfi lífeyrissjóðirnir að ávaxta sjóði sína. Aðstæðurnar búi hins vegar til aukna hættu á óskýru eignarhaldi sem geti falist í því að sjóðastýringarfyrirtæki bankanna, með lífeyrissjóðina sem fjárfesta, verði mjög áberandi í eignarhaldi, og eins lífeyrissjóðir beint.Verkefnum hefur fjölgað „Við höfum beint því til lífeyrissjóðanna að þeir hugi sérstaklega að því hvernig þeir komi inn í þetta verkefni, þessa auknu ábyrgð sem þeir taka á atvinnulífinu með þessum hætti.“ Sjóðirnir, segir Páll að, þurfi meðal annars að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja í landinu. „Annars er hætta á að mikilvæg samkeppnisfyrirtæki njóti ekki eigendaaðhalds og þess krafts sem í því getur falist.“ Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu sett skilyrði fyrir nýju eignarhaldi samkeppnislega mikilvægra fyrirtækja, svo sem Skeljungs og hluta fyrirtækjanna sem voru undir Norvik. Páll segir ljóst að álagið á Samkeppniseftirlitið hafi aukist mjög mikið eftir hrun. „Verkefnum þess fjölgaði mjög og brýnar kvartanir fyrirtækja sem telja á sér brotið í samkeppni eru meira áberandi. Viðfangsefnin eru augljóslega fleiri og það stafar af ástandinu eftir hrun, meðal annars gjaldeyrishöftunum og því sem þeim fylgir,“ segir hann.Gunnar Baldvinsson er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.Hvað þola lífeyrissjóðirnir höftin lengi? „Gjaldeyrishöftin takmarka fjárfestingarmöguleika lífeyrissjóðanna og koma í veg fyrir að þeir geti náð fram æskilegri áhættudreifingu með því að fjárfesta í fleiri hagkerfum með mörgum atvinnugreinum og útgefendum,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. „Ef höftin verða viðvarandi getur afleiðingin orðið sú að eignir sjóðanna verða einsleitar og með yfirgnæfandi áhættu á eitt hagkerfi.“ Gunnar segir höftin einnig slæm fyrir atvinnulífið að því leyti að kröfur til útgefanda minnki þegar fjárfestar geti eingöngu valið innlendar fjárfestingar. Það geti leitt til minni framleiðni í hagkerfinu. En þótt höftin auki áhættu í rekstri lífeyrissjóðanna segir Gunnar í sjálfu sér ekki hægt að segja að haftaumhverfið grafi undan framtíðarskuldbindingum þeirra. „Í árslok 2013 voru erlendar eignir rúmlega 20 prósent af eignum sjóðanna en hlutfallið mun lækka á næstu árum verði höftin viðvarandi. Analytica hefur bent á að eftir sjö til átta ár gæti hlutfallið verið nálægt 15 prósentum.“ Spurningunni um hversu lengi lífeyrissjóðirnir þoli gjaldeyrishöftin segir Gunnar ekki hægt að svara. „Sjóðirnir geta þolað höftin mjög lengi og í sjálfu sér til eilífðar,“ segir hann. Höftin takmarki þó getu sjóðanna til áhættudreifingar og komi á löngum tíma til með að draga úr ávöxtun.Stórfiskar í kaupahallarfiskabúri — sex sjóðir eiga í báðum tryggingafélögunum Þegar rennt er yfir nýbirtan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa íslensku félaganna á Aðallista Kauphallarinnar (Nasdaq OMX Iceland) blasir við hvað lífeyrissjóðirnir eru þar miklir þátttakendur, bæði beint og óbeint. Samantekt á hlut þeirra á þessum lista sýnir að sjóðirnir fara með að minnsta kosti 37,4 prósent hlutabréfa þessara félaga. Þegar horft er til markaðsvirðis þessara félaga kemur í ljós að virði eignarhlutar lífeyrissjóðanna nemur rétt rúmum 172 milljörðum króna, af tæplega 507 milljarða virði þessara félaga. Félögin sem um ræðir eru, í röð eftir markaðsvirði, Össur (110,2 milljarða króna virði), Icelandair (98,5 ma.), Marel (94 ma.), Hagar (52,4 ma.), Eimskip (50,7 ma.), VÍS (26,4 ma.), TM (23,2 ma.), Reginn (20,7 ma.), N1 (18,8 ma.), Vodafone (10,3 ma.) og Nýherji (1,5 ma.). Langstærstan hlut eiga lífeyrissjóðir í N1, en á lista yfir 20 stærstu eigendur má sjá að lífeyrissjóðir fara með 60,4 prósent bréfanna. Í ræðu sem Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hélt á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf um miðjan nóvember síðastliðinn, sagði hann ekkert athugavert við að lífeyrissjóðir fjárfestu í fyrirtækjum á samkeppnismörkuðum, enda væri fjárfesting í hlutabréfum hluti af eðlilegu og nauðsynlegu starfi þeirra. „Vandinn liggur hins vegar í gríðarlegu vægi lífeyrissjóðanna í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi atvinnufyrirtækja,“ sagði hann þá. „Niðurstaðan hefur í sumum tilvikum, og mun í fleiri tilvikum verða sú, að fleiri lífeyrissjóðir fari samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum. Þar sem það liggur ekki í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki er eignarhald þeirra, að óbreyttu, almennt áhrifalítið og eigendaaðhald þeirra því óskýrt.“ Í ræðu sinni lagði forstjóri Samkeppniseftirlitsins því til nokkrar reglur sem sjóðirnir gætu starfað eftir, svo sem að þeir ættu að keppa sín á milli um ávöxtunartækifæri og mættu ekki hafa samkeppnishamlandi samstarf um fjárfestingar. „Það er óæskilegt í samkeppnislegu tilliti að lífeyrissjóðir syndi allir sama hringinn í litlu tjörninni. Það getur gert það að verkum að fáir stýra ferðinni og fjölbreytni í fjármögnun verður minni, sem síðan getur haft skaðleg áhrif á fjármögnun framleiðniaukandi verkefna og fyrirtækja.“ Þá ætti lífeyrissjóður ekki að eiga samkeppnislega mikilvægan eignarhlut í fleiri en einum keppinaut á sama markaði. „Hér ber hverjum og einum lífeyrissjóði að stíga varlega til jarðar og hugsa vel sinn gang. Það er nefnilega viðurkennt í heimi samkeppnisvísindanna að það geti skaðað samkeppni ef eignarhlutir í tveimur eða fleiri fyrirtækjum sem keppa á sama eða skyldum markaði eru í eigu sama aðila,“ sagði Páll Gunnar í ræðu sinni. Hvort þetta á við um eignarhluti lífeyrissjóða í tryggingafélögunum tveimur sem skráð eru í Kauphöllina skal ósagt látið. Á listanum yfir 20 stærstu eigendur kemur hins vegar fram að sex sjóðir eiga hlut bæði í Tryggingamiðstöðinni (TM) og Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki eigandi TM með 9,9 prósenta hlut og fimmti stærsti eigandi VÍS með 4,82 prósenta hlut. Reyndar er það þannig að Lífeyrissjóður verslunarmanna, ásamt Sameinaða lífeyrissjóðnum, á hlut í öllum íslensku félögunum á Aðallista Kauphallarinnar. (Svo á sá fyrrnefndi líka í HB Granda sem er á leiðinni á Aðallistann).Lífeyriskerfið að veslast upp vegna aukins álags og gjaldeyrishafta? Fjallað var um stöðu lífeyrissjóðanna í efnahagsritinu Vísbendingu í októberbyrjun síðastliðinni. Þar kom fram að við blasti að hækka þyrfti lífeyristökualdur til þess að bregðast við stöðu lífeyrissjóðanna. Þótt þeir hefðu margir hverjir bætt eignastöðu sína frá hruni væri enn langur vegur frá því að þeir stæðu undir framtíðarskuldbindingum sínum og margir hefðu þegar brugðist við með því að skerða réttindi félaga sinna. Í vetur komst Vísbending að því að heildarhallinn á lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði væri 99 milljarðar, en halli á sjóðum ríkis og sveitarfélaga væri 574 milljarðar króna. Heildarhallinn var því talinn um 673 milljarðar króna. Bent er á að ávöxtun lífeyrissjóða hafi sveiflast mikið á liðnum árum. „Hún var auðvitað neikvæð árið 2008 og hefur ekki verið viðunandi síðan fyrr en árið 2012 þegar raunávöxtun var 7,4 prósent,“ segir í Vísbendingu. Ávöxtunin skili sér þó ekki í jafnmiklum bata og mátt hefði ætla og er enn sögð óviðunandi. Lífslíkur hafi batnað hér á landi og skuldbindingar sjóðanna því aukist um 1,0 til 1,5 prósent. „Á næstu 15 árum mun því álagið á bæði lífeyriskerfið og almannatryggingakerfið aukast ár frá ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru miklar en það mun valda vandræðum þegar að því kemur að selja þær í lokuðu kerfi þar sem allir vilja selja samtímis,“ segir í efnahagsritinu. Haldist hér áfram gjaldeyrishöft og lítill hagvöxtur geti sjóðirnir ekki ávaxtað fé með eðlilegum hætti. Fé þeirra dugi því ekki eins og ráð hafi verið fyrir gert. „Þetta er hluti af þeim vítahring sem Íslendingar kunna að lokast inni í ef engar raunhæfar lausnir finnast á gjaldeyrisvanda þjóðarinnar. Það yrði auðvitað mikið áfall ef kerfi sem byggt hefur verið upp af mikilli framsýni veslast upp,“ segir í Vísbendingu.
Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Tveir lífeyrissjóðir eiga í öllum félögum á Aðallista Kauphallarinnar Umsvif lífeyrissjóða í Kauphöll Íslands aukast. Tveir sjóðir eiga í öllum íslenskum félögum á Aðallista Kauphallarinnar. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hvetur til varúðar vegna eignar í samkeppnisrekstri. Sex eiga í báðum tryggingafélögunum. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00
Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15
Tveir lífeyrissjóðir eiga í öllum félögum á Aðallista Kauphallarinnar Umsvif lífeyrissjóða í Kauphöll Íslands aukast. Tveir sjóðir eiga í öllum íslenskum félögum á Aðallista Kauphallarinnar. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hvetur til varúðar vegna eignar í samkeppnisrekstri. Sex eiga í báðum tryggingafélögunum. 5. febrúar 2014 07:00