Andrei V. Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, bauð íslensku Ólympíuförunum í heimsókn í síðustu viku þegar tilkynnt var hverjir myndu keppa fyrir Íslandshönd. Í ræðu sinni til íslenska íþróttafólksins í sendiráðsbústaðnum í Garðastræti minnti sendiherrann á það að taka engan vökva með sér í handfarangri í flugið til Rússlands.
Breiðhyltingurinn Einar Kristinn Kristgeirsson, sem keppir í svigi og stórsvigi í Sotsjí, ætlaði svo sannarlega að hafa ráðleggingar Tsyganov í húfi.
„Ég hef lent í því síðustu tvö skipti sem ég hef farið út að gleyma snyrtitöskunni í handfarangrinum. Gelið er þess vegna alltaf tekið af mér af öryggisvörðunum svo ég get ekki verið með neitt „dú“,“ segir Einar Kristinn og hlær.
Alþekkt er að knattspyrnumenn í dag verja margir hverjir mínútum fyrir framan spegilinn áður en haldið er út á völlinn. Skíðafólk klæðist hins vegar hjálmum þannig að gelið skiptir væntanlega ekki máli hjá því, eða hvað?
„Við setjum auðvitað á okkur hjálm en þegar hann er tekinn af verður maður að vera flottur,“ segir Ólympíufarinn á léttu nótunum. „Þetta fer svolítið eftir því hvernig maður er stemmdur þegar maður vaknar snemma á morgnana. Summir nenna því einfaldlega ekki.“
Snyrtitaskan óvart með í handfarangur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn
