Lífsgæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. janúar 2014 06:00 Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun